is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8724

Titill: 
  • Stefnumót við matarhönnun á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hvað er matarhönnun? Það er ljóst að margir nota orðið matarhönnun yfir marga mismundandi hluti eins og höfundur komst að raun um á ráðstefnu um matarhönnun og matarupplifunarhönnun á vegum Metropolitain University í London í nóvember á síðasta ári. Matarhönnun er tiltölulega nýtt fag innan vöruhönnunar. Helstu áhrifavaldar hennar, Martí Guixé og Marije Vogelzang eru kynntir til sögunnar og kenningar þeirra um matarhönnun reifaðar. Því næst er upphaf matarhönnununar á Íslandi skoðuð. Stofnendur hönnunarfyrirtækisins Borðsins, Brynhildur Pálsdóttir og Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir eru kynntar til sögunnar. Tilkoma kennsluáfangans og rannsóknarverkefnisins Stefnumóts hönnuða og bænda er skoðuð og það umhverfi sem það sprettur úr. Síðan er sagt frá Stefnumótinu, sögu þess, uppbyggingu og áhrifum. Greint er frá því hvernig bændur eru valdir til samstarfs. Verkefni vöruhönnunarnema Listaháskóla Íslands eru talin upp og þeim lýst. Greint er frá matarmarkaði sem aðstandendur héldu árið 2007 til að kynna afrakstur fyrsta ársins sem Stefnumótið var kennt. Þá er talað um það hvernig í kjölfarið fengust styrkir til verkefnisins sem gerði Stefnumót hönnuða og bænda að rannsóknarverkefni til þriggja ára. Það gerði aðstandendum verkefnisins kleift að taka 4 hugmyndir úr
    kennsluáfanganum og þróa þær áfram í þverfaglegri samvinnu við sérfræðinga Matís og fleiri og gera úr þeim vöru sem er framleiðanleg fyrir samstarfsbændur. Talað er við tvo bændur sem unnu með hönnuðum Stefnumótsins og viðbrögð þeirra við verkefninu fengin. Að lokum er komist að þeirri niðurstöðu að það sé nauðsynlegt að halda áfram að styrkja samstarf á milli hönnuða og bænda vegna þess að það er búið að sýna sig að vera atvinnuskapandi og þjóðhagslega hagkvæmt.

Samþykkt: 
  • 25.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8724


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf1.02 MBLokaðurHeildartextiPDF