is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8736

Titill: 
  • "Þegar myndlist nær hæðum grafískrar hönnunar." -Ed Ruscha : Hvað er það sem aðskilur grafíska hönnun og myndlist?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hvað er list? Hvert er hlutverk hennar í lífi okkar? Þetta eru stórar spurningar og ef til vill tilgangslausar, en umræðan er skemmtileg. Það er sama að hvaða niðurstöðu verður komist, hún á aldrei eftir að höfða til allra. Við spurningunni hvað er hönnun er auðveldara að finna svar. Undir hönnun fellur grafísk hönnun, en hún snýst að miklu leiti um samsetningu sjónrænna atriða svo sem mynda, teikninga, tákna, lita og leturs. Þessum atriðum er raðað saman í sjónræn skilaboð sem eiga að hvetja neytenda til þess að kaupa vöru, nota þjónustu, heimsækja stað eða tilteinka sér þjónustu.
    Myndlist er upplifun en hún er oft notuð sem tjáningarform, hvort sem verið er að tjá skoðun, álit eða tilfinningu, tilgangur listaverka er ekki að hvetja til neyslu. Myndlist og grafísk hönnun eiga það sameiginlegt að koma fram í sjónrænu formi, og er það stærsti sameiginlegi þáttur þeirra. Af þeim fögum sem tilheyra hönnun eru sérstaklega sterk tengsl á milli grafískar hönnunar og myndlistar. Í gegnum tíðina hafa skilin oft þótt óljós, en þrátt fyrir það eru ákveðin atriði sem aðgreina fögin.
    Góð list hrífur en góð hönnun hvetur. Góð list er túlkuð en góð hönnun er auðskilin. Góð list er smekkur en góð hönnun er skoðun. Góð list er hæfileiki en góð hönnun er færni. Góð list sendir mismunandi skilaboð en góð hönnun sendir sömu skilaboð.

Samþykkt: 
  • 25.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8736


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf446.47 kBLokaðurHeildartextiPDF