is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild > Lokaritgerðir (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8737

Titill: 
  • Möguleikar í leturnotkun á vefnum í fortíð, nútíð og framtíð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þegar farið er yfir sögu veraldarvefsins er víða pottur brotinn. Þrátt fyrir að þróun staðla fyrir vef virðist lúta lýðræðislegum forsendum að einhverju leyti ráða sérhagsmunir og fyrirtækjapólitík miklu um framgang og þróun notkunar á sérhæfðum leturgerðum. Ýmsar lausnir hafa komið fram á sjónarsviðið í því augnamiði að bæta stöðu bæði hönnuða og hins almenna netnotenda en það var ekki fyrr en nýlega sem möguleikarnir fóru að verða fleiri og betri. Framsetning leturs á skjá er skilyrðum háð og upplausnin er lítil. Stórt vandamál er tæknin sem býr að baki skjánum, hann er ljós sem skellur á auganu öllum stundum og veitir lítinn frið. Smáatriði fara því oft forgörðum á skjánum og alls kyns málamiðlanir og sértækar tímabundnar lagfæringar ráða ferðinni. Letursnið fyrir vefinn hafa verið Þrándur í götu hönnuða sem vilja njóta meiri möguleika. Nýtt skráarsnið, WOFF, veitir mönnum ný tækifæri þar á þeim vettvangi. Þjónustan Typekit nýtur aukinna vinsælda og virðist svara bæði þörfum markaðar og letursala að miklu leyti með því að bjóða upp á áskriftartengda þjónustu. Hún gerir hönnuðum kleift að nota vefletur með einföldum og þægilegum hætti. Leturhönnuðir óttast að verðviðmið í letursölu muni lækka í kjölfar aukinnar útbreiðslu leturnotkunar á vefnum. Hættan sé að letur verði neysluvara sem ráða muni lögmálum markaðsins um framboð og eftirspurn.

Samþykkt: 
  • 25.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8737


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf373.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna