en English is Íslenska

Thesis Iceland Academy of the Arts > Hönnunar- og arkitektúrdeild > Lokaritgerðir (BA) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8739

Title: 
 • Title is in Icelandic Bókin dæmd af kápunni : íslenska skáld- og glæpasagnakápan : saga og þróun í listsögulegu samhengi
Submitted: 
 • January 2011
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  „Dæmdu ekki bókina af kápunni“ segir gamalt máltæki. Þó er það nú svo að áhrifamáttur kápunnar er mikill. Hún getur gert útslagið um álit fólks á ritverkinu, þó svo að innihaldið hafi ekki verið skoðað. Eins og með svo margt annað ræður hið ytra útlit miklu.
  Saga hinnar íslensku bókakápu eins og við þekkjum hana í dag spannar um 80 ár. Með tilkomu menntaðra teiknara eða grafískra hönnuða sem farið var að líta á hana frá fagurfræðilegu sjónarmiði. Útlit kápa hefur svo fylgt helstu stefnum og straumum listasögunnar gegnum árin, líkt og önnur form lista og hönnunar. Popplistin og aðrir angar módernismans, á borð við strangflatar myndgerð eru þó mun seinni að skjóta rótum hér á landi en í nágrannalöndunum. Með tilkomu módernismans höfnuðu listamenn hinu áður hefðbundna myndmáli, sköpuðu nýtt og settu listaverkið sjálft í öndvegi.1 Sú hugsun skilar sér á bókakápurnar og gerir umbúðirnar í raun að listrænni framlengingu innihaldsins.
  Áður fyrr voru kápuskreytingar skáldsagna unnar bæði af teiknurum og myndlistarfólki. Í dag hefur myndlistin þó þurft að lúta í lægra haldi fyrir öðrum og nýrri miðlum og hefur kápuhönnunin færst inn í tölvur. Með tilkomu tölvunnar ásamt aukinni útgáfu glæpasagna jókst svo notkun ljósmyndarinnar. Með tölvuvæðingunni varð kápuhönnunin líka mun aðgengilegri og því fjöldinn allur sem gerir kápur í dag, hönnunarlærðir sem ófagærðir.
  Kápur glæpasagna hafa svo skapað sinn eigin stíl. Þær báru í fyrstu teiknaðar myndir, sem var svo skipt út fyrir ljósmyndir þegar komið var fram á 8. áratug síðustu aldar. Um það leyti voru kápuskreytingar frekar realískar, en bera í dag jafnan dularfyllri og óræðari blæ, þar sem hlutirnir eru frekar gefnir í skyn. Það má að öllum líkindum þakka auknum vinsældum en ekki síst aukinni viðurkenningu á glæpasögunni.

Accepted: 
 • May 25, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8739


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaritgerd.pdf1.9 MBOpenHeildartextiPDFView/Open