is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8745

Titill: 
 • Alex Steinweiss og plötuumslög á fyrri hluta 20. aldar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er stutt sögulegt yfirlit yfir umbúðarhönnun tónlistar frá upphafi hljóðupptakna fram að fyrsta plötuumslagi Steinweiss. Síðan verður fjallað um nokkur verk Steinweiss og sérstaklega skoðuð nokkur umslög hans frá tímabilinu 1939 fram til loka fimmta áratugarins þegar LP platan tók við af 78 snúninga plötunni. Kannað verður hvers konar myndmál Steinweiss notaði á plötuumslögum sínum og hvernig hann notaði sérstakt myndmál til að myndskreyta mismunandi tónverk og tónlistarstefnur. Einnig er litið á íslensk plötuumslög frá fyrri hluta 20. aldar og kannað hvort áhrifa frá Steinweiss hafi gætt hér á landi.
  Í ljós kom að myndmál Steinweiss er mismunandi fyrir ólíkar tónlistarstefnur. Steinweiss fékk innblástur frá tónlistinni og lagði áherslu á að túlka tónlistina á umslögum sínum frekar en að auglýsa listamanninn sjálfan. Hann sótti innblástur í margar stefnur úr samtíma sínum og verður að teljast ótvíræður brautryðjandi á sviði tónlistarumbúða.
  Þegar djassplötuumslög Steinweiss frá 1940-1950 eru skoðuð frekar sjást margir samnefnarar. Öll vísa þau til þess hvar og hvenær tónlistin er leikin, í borg, á skemmtistað eða eftir sólsetur. Leturnotkunin er sterk, feitletruð, fjörug og ekki bein heldur á ská eða í bylgjum, sem er aðferð hans til að myndgera söngstíl og laglínur djasssins. Í myndskreytingum Steinweiss má einnig skynja líf borgarinnar að nóttu til en jafnframt þann einmannaleika og þagnir sem búa í stórborginni.
  Umslög Steinweiss fyrir klassísk tónverk, sérstaklega eftir rússnensk tónskáld, hafa þann samnefnara að vera blanda af módernísku myndmáli og myndskreytingum með þjóðlegu ívafi. Fókusinn er á myndræna frásögn, tengda atburðarás verksins eða sögu þess. Litirnir eru bjartir og leturnotkunin varkárari en á djass-umslögunum. Á klassísku umslögunum notar Steinweiss eigin handskrift sem fellur vel að fíngerðum myndskreytingum hans.
  Erfitt reyndist að grafa upp heimildir um íslensk plötuumslög en rannsókn mín leiddi þó í ljós að íslenskar plötur voru aðallega gefnar út í brúnum, óskreyttum pappaumslögum alveg fram að útgáfu fyrstu LP plötunnar árið 1954. Þá fyrst var lögð vinna í hönnun á umbúðum íslenskra platna. Því má segja að áhrifa frá Steinweiss hafi ekki gætt hér á landi á fyrri hluta 20. aldar.

Samþykkt: 
 • 25.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8745


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf2.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna