is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8748

Titill: 
 • Áhrif þyngdar verðandi mæðra á framgang og útkomu í fæðingu. Fræðileg samantekt
 • Titill er á ensku The effects of maternal weight on progress in labour. Literature review
Útdráttur: 
 • Ofþyngd og offita eru vaxandi lýðheilsuvandamál víðsvegar í heiminum og þungaðar konur eu þar ekki undanskyldar. Mun fleiri þungaðar konur hefja meðgöngu í dag í ofþyngd eða með offitu sem hefur áhrif á meðgöngu og fæðingu bæði fyrir móður og barn. Niðurstöður rannsókna benda til að offita hafi neikvæð áhrif á heilsufar verðandi mæðra og börn þeirra. Ljósmæður gegna mikilvægu hlutverki í heilsuvernd kvenna og eru jafnframt í lykilstöðu til að sinna forvörnum og heilsueflingu, þar sem þær mynda oft traust samband við konuna á meðgöngunni og veita upplýsingar og fræðslu um fæðingu. Áhersla ljósmæðra er að styðja við eðlilegt ferli meðgöngu og fæðingu.
  Þetta verkefni er fræðileg samantekt þar sem tilgangurinn er að skoða hvaða áhrif þyngd verðandi móður hefur á fæðingu. Við lestur fræðigreina kom í ljós að hækkaður líkamsþyngdarstuðull eykur líkur á inngripum í fæðingu og truflar því eðlilegt ferli. Konur með offituvanda eru líklegri til að þróa með sér meðgönguvandamál á borð við meðgöngusykursýki, háþrýsting og meðgöngueitrun, en þessir þættir geta aukið líkur á framköllun fæðingar, langdreginni fæðingu, mænurótardeyfingu, keisara, áhaldafæðingu, fæðingu þungbura, axlarklemmu, blæðingu eftir fæðingu og andvana fæðingu.
  Offita kvenna hefur einnig töluverð áhrif á vinnulag ljósmæðra og það markmið að styðja við eðlilega fæðingu. Erfiðara er að meta hríðar, hlustun eftir fósturhjartslætti og meta legu barns. Jafnframt er konan minna hreyfanleg en hreyfing er mikilvægur þáttur í fæðingu og getur haft veruleg áhrif á gang hennar.
  Lykilorð: Ofþyngd og offita, meðganga, fæðing, líkamsþyngdarstuðull.

Samþykkt: 
 • 26.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8748


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif þyngdar verðandi mæðra á framgang og útkomu í fæðingu.pdf297.22 kBLokaðurHeildartextiPDF