is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8750

Titill: 
  • „Þær eru kannski bara ekki vanar að vera með lessur.“ Þarfir og upplifun lesbía af barneignarferlinu ásamt viðhorfum ljósmæðra
Útdráttur: 
  • Fjöldi lesbía sem ganga með og eignast barn hefur aukist mikið og kemur til með að aukast enn frekar með auknum möguleikum til tæknifrjóvgunar. Tilgangur þessarar lokaritgerðar til embættisprófs í ljósmóðurfræði var að skoða þarfir og upplifun lesbía í barneignarferlinu, ásamt því að skoða viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, sérstaklega ljósmæðra, til þessa hóps og koma með ábendingar um breytta starfshætti. Ritgerðin er fræðileg úttekt á rannsóknum sem gerðar hafa verið á lesbíum í barneignarferlinu og viðhorfum heilbrigðisstarfsfólks til þeirra.
    Markmið ritgerðarinnar var að vekja ljósmæður til umhugsunar um þarfir og væntingar lesbía til barneignaferlisins og auka þannig þekkingu og færni þeirra í umönnun í von um að það bæti upplifun lesbía af ferlinu.
    Niðurstöður sýndu að þegar kemur að barneignarferlinu hafa lesbíur sömu þarfir og allar aðrar konur þó áherslurnar séu mismunandi. Aftur á móti upplifa margar óöryggi, skeytingarleysi og jafnvel fordóma frá heilbrigðisstarfsfólki. Með því að skoða eigin viðhorf og afla sér þekkingar á málefninu geta ljósmæður betur komið til móts við þarfir lesbía í barneignarferlinu svo að upplifunin verði jákvæðari fyrir foreldra og barn. Niðurstöður ritgerðarinnar er hægt að hafa að leiðarljósi við gerð fræðsluefnis og jafnvel vinnuleiðbeininga um umönnun lesbía í barneignarferlinu. Frekari rannsókna er þó þörf.
    Lykilorð: Lesbíur, samkynhneigð, fordómar, heteronormativity, viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, barneignarþjónusta og samskipti.

Samþykkt: 
  • 26.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8750


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd PDF.pdf378.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Óska eftir að ritgerðin sé opin öllum en hvorki afrituð né prentuð út.