is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8753

Titill: 
  • Lengd meðganga. Fræðileg úttekt
Útdráttur: 
  • Meðganga sem varir í 42 vikur eða lengur er skilgreind sem lengd meðganga og hefur í för með sér aukna hættu á andvana fæðingum og ýmsum fylgikvillum fyrir móður og barn. Heildaráhætta á andvana fæðingum í lengdum meðgöngum er þó ekki mikil.
    Val á meðferð stendur aðallega á milli tveggja megin aðferða, gangsetningar eða bíða og sjá til undir eftirliti. Gangsetningar hafa einnig verið tengdar við ýmsa fylgikvilla svo sem lengda fæðingu, sýkingar, áhaldafæðingar, keisaraskurði, rifur í leggöngum, blæðingar eftir fæðingu, innlagnir á vökudeild og lengda dvöl á stofnun eftir fæðingu. Þrátt fyrir að margar klínískar leiðbeiningar mæli með gangsetningu kvenna frá 41 vikna meðgöngu til að koma í veg fyrir fylgikvilla lengdrar meðgöngu eru fræðilegar heimildir ekki á einu máli um hvorri aðferðinni ætti að beita. Rannsóknir sem bera útkomu gangsetninga saman við að bíða og sjá til, eftir 41 vikna meðgöngu, hafa til dæmis ýmist sýnt aukna, minnkaða eða óbreytta tíðni keisaraskurða. Því er þörf á frekari rannsóknum á þessu sviði.

    Lykilorð: Lengd meðganga, gangsetning, bíða og sjá til.

Samþykkt: 
  • 26.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8753


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lengd meðganga.pdf225.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna