is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Rannsóknarverkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8756

Titill: 
  • Samanburður á fræforða undir mosablettum og lítt grónu, sendnu landi á Skeiðarársandi
Útdráttur: 
  • Þegar jöklar hopa kemur fram nýtt land sem er snautt af lífi og næringarefnum til að byrja með. Með tíma fer í gang ferli sem kallast frumframvinda þar sem plöntur og aðrar lífverur koma sér fyrir og mynda nýtt vistkerfi og nýjan fræforða. Ekki er mikið af gögnum til um stöðu fræforða á Íslandi.Á Skeiðarársandi er lítið um háplöntur og annan stóran gróður en mosablettir finnast þó í nokkru mæli. Athugað var hvort mosinn gæti hugsanlega virkað sem gildra fyrir fræ sem annars myndu fjúka um sléttan sandinn og ekki ná að spíra. Þar myndu fræin finna skjól og líta mætti á mosann sem vistfræðilegan verkfræðing. Sýni voru tekin af 6 svæðum bæði við hlið mosa á beru, sendnu landi og undir mosa. Sýni voru látin fara í gegnum flotaðferð (flotation method) til að ná öllum fræjum úr sýnunum. Fræ sem fundust í sýnum voru síðan látin í spírunarklefa til að athuga hvort þau myndu spíra. Þó fleiri fræ hefðu fundist undir mosa en á beru, sendnu landi kom í ljós að ekki var marktækur munur. Hugsanlegt er að mosinn gegni ekki jafn stóru hlutverki í varðveislu fræja á Skeiðarársandi og talið var.

Samþykkt: 
  • 26.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8756


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð..pdf945.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna