is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8761

Titill: 
  • Nýting norrænnar goðafræði í listum : um verk Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur og Gunnars Karlssonar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í aldanna rás hafa þó nokkur listaverk litið dagsins ljós, um allan heim og í ýmsum miðlum sem eru unnin upp úr norrænni goðafræði. Hér verður skoðað það sem er einna helst áberandi í þessum efnum á Íslandi í dag en það eru verk Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur annars vegar og Gunnars Karlssonar hins vegar. Þau verða borin saman við eldri verk úr listasögu norrænnar goðafræði. Kristín hefur getið sér gott orð fyrir myndskreytingar barnabóka byggðum á goðafræðinni og Gunnar er aðalútlitshönnuður kvikmyndarinnar Thor - Legends of Valhalla sem er væntanleg á sumarmánuðum 2011. Byrjað verður á því að fara stuttlega í gegnum listasöguna og fáein dæmi tekin til athugunar. Það sem verður tekið fyrir er málverk eftir hinn sænska Mårtin Eskil Winge, teikningar eftir hinn danska Lorenz Frølich og teikningar eftir hinn enska Arthur Rackham. Einnig verður litið á Goðheima myndasögubækurnar eftir danska teiknarann Peter Madsen. Kannað verður hvernig myndlýsingar norrænnar goðfræði hafa þróast sem og velt upp hvort norræn goðafræði hafi í raun verið mikið notuð. Einnig verður varpað fram þeirri spurningu um hvort þetta efni eigi erindi við okkur í dag. Það mun koma í ljós að myndlýsingar á norrænni goðafræði hafa breyst á þessum 200 árum, raunsæi og dramatík hefur vikið úr vegi fyrir frjálslegra formi og húmor. Kristín og Gunnar eru bæði að vinna með sama efni þótt þau geri það á mjög ólíkan hátt, þar sem Kristín myndlýsir bækur með formi og litum, en Gunnar vinnur með poppkúltúr í sköpun sinni á persónum kvikmyndar sinnar. Þau eru sammála um að norræn goðafræði sé ekki mikið nýtt í listum og ætti að vera notuð miklu meira, enda um verðmætan menningararf að ræða sem mun alltaf eiga erindi við okkur í dag, börn og fullorðna.

Samþykkt: 
  • 26.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8761


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf886.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna