is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/877

Titill: 
 • Námsgeta eftir fæðingarmánuði : samanburður einkunna í 4. og 7. bekk í íþróttum og samræmdum profum í íslensku og stærðfræði
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Við skiptingu nemenda í bekki í grunnskólunum á Íslandi er miðað við almanaksár (Alþingi, 1995). Þetta skipulag leiðir af sér að aldursmunur á milli nemenda í sama bekk getur numið allt að einu ári. Í þessari ritgerð er því gerð skil hvernig nemendum á ólíkum aldri innan bekkjardeilda gengur í námi. Litið er til einkunna í samræmdum prófum í íslensku og stærðfræði annars vegar og á námsárangur í skólaíþróttum og skólasundi hins vegar.
  Þátttakendur í rannsókninni voru nemendur úr fjórum grunnskólum í Reykjanesbæ, Heiðarskóla, Holtaskóla, Myllubakkaskóla og Njarðvíkurskóla. Nemendurnir voru fæddir á árunum 1992–1997. Þátttakendum í hverjum árgangi var skipt í þrjá hópa eftir bekkjardeild og fæðingarmánuði. Í fyrsta ársþriðjungi voru þeir sem fæddir voru í janúar, febrúar, mars og apríl, í öðrum ársþriðjungi voru þeir sem fæddir voru í maí, júní, júlí og ágúst og í þriðja og síðasta ársþriðjungi voru þeir nemendur sem fæddir voru í september, október, nóvember og desember.
  Fram kemur marktækur munur á einkunnum nemenda sem fæddir eru á síðustu fjórum mánuðum ársins og þeirra sem fæddir eru á fyrstu átta mánuðum ársins. Nemendur sem eru fæddir í september til desember standa sig ekki eins vel í samræmdum prófum í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk grunnskóla eins og aðrir nemendur. Ekki kemur fram marktækur munur á einkunnum nemenda í skólaíþróttum og skólasundi eftir fæðingarmánuði en hins vegar kemur fram marktækur munur þegar einkunnir í skólasundi voru skoðaðar út frá kynjum annars vegar og kyni og fæðingarmánuði, þar sem piltar eru með lakari einkunnir en stúlkur.
  Niðurstöðurnar eru athyglisverðar, meðal annars vegna þess að hér eru niðurstöður í samræmdum prófum skoðaðar frá öðru sjónarhorni en vant er. Þær gefa í skyn að uppbygging skólakerfis á Íslandi sé ekki nemendum í Reykjanesbæ í hag sem fæddir eru á síðasta hluta ársins. Einnig er áhugavert að sjá að piltar standa sig ekki eins vel og stúlkur. Niðurstöður gefa til kynna að færa megi líkur að því að bæta þurfi kennsluaðferðir og móta skólaþróun á þann veg að skólaskyldan henti jafnt piltum jafnt sem stúlkum til árangurs. en einnig og ekki síður að uppbygging náms og kennslu verði betur sniðið að nemendum sem fæddir eru á síðasta ársþriðjugi.
  Lykilorð: Fæðingarmánuðir.

Samþykkt: 
 • 11.9.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/877


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fors.pdf61.83 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Nafn lei.pdf24.22 kBOpinnNafn leiðbeinanda PDFSkoða/Opna
Namsgeta.pdf841.8 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna