is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8773

Titill: 
 • Verkir og verkjameðferð á skurðdeildum Landspítala
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni og styrk verkja hjá skurðsjúklingum ásamt því að kanna stöðu verkjameðferðar á skurðdeildum Landspítala.
  Rannsóknarsniðið var lýsandi þversniðsrannsókn og við söfnun gagna var notast við nýlega endurbættan spurningalista sem gefinn var út af Bandaríska verkjafélaginu (e. American Pain Society) árið 2010, sem inniheldur 13 spurningar. Gagnasöfnun fór fram í janúar 2011 og náði til allra sjúklinga sem legið höfðu inni í sólarhring, voru 18 ára og eldri og áttaðir á stað og stund. Þátttakendur voru 107 talsins á aldrinum 18-99 ára og var svarhlutfall 74%.
  Niðurstöður leiddu í ljós að huga þurfi betur að verkjameðferð sjúklinga á skurðdeildum en rúm 90% þátttakenda fundu fyrir verkjum síðastliðinn sólarhring. Flestir þátttakendur fengu verkjalyf. Því eldri sem þátttakendur voru því minni var styrkleiki verkja þeirra að jafnaði. Á heildina litið var meðaltími sem sjúklingar eyddu með mjög mikla verki tæpur fjórðungur sólarhringsins (5,6 klst.). Samkvæmt niðurstöðum höfðu verkir marktækt meiri áhrif á líðan og daglegar athafnir kvenna en karla og sömuleiðis fundu konur meira fyrir aukaverkunum verkjalyfja en karlar. Sjúklingar voru sjaldan hvattir til að nota aðrar aðferðir en verkjalyf til verkjastillingar. Ánægja með verkjameðferð var almenn og óháð kyni og aldri.
  Lykilorð: verkur, verkjameðferð, skurðsjúklingur, APS-POQ-R spurningalisti

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this study was to explore the frequency and severity of pain experienced by surgical patients, as well as to investigate the status of pain treatment on surgical units at Landspitali (The National University Hospital of Iceland).
  The research method was cross-sectional. A recently revised American Pain Society questionnaire published in 2010 was used for data collection, containing 13 questions. Data was collected in January 2011 and included all patients that had been hospitalized for 24 hours, were 18 years and older, and cognizant. A total of 107 participants responded to the questionnaire aged 18-99 years old, the response rate was 74%.
  The results revealed that pain treatment on surgical units is in need of improvement, as 90% of participants felt pain in the last 24 hours. Most participants received pain medication. The participants experienced less severe pain the older they were. On the whole, the average time spent in severe pain was 5,6 hours. According to the results of the study, pain had greater effect on women’s mood and day-to-day activities than men’s. Women also tended to feel more side effects from pain medication than men. Patients were seldom encouraged to use other methods of pain relief than medication. Patients were generally satisfied with the pain treatment received, independent of gender and age.
  Keywords: pain, pain treatment, surgical patient, APS-POQ-R questionnaire

Samþykkt: 
 • 26.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8773


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Katrín_Salbjörg.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna