is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8777

Titill: 
  • Barneignarþjónusta í Nepal: Leiðir til að draga úr mæðradauða
Útdráttur: 
  • Áætlað er að á hverju ári látist 358.000 konur í heiminum vegna vandamála tengdum með-göngu, fæðingu og sængurlegu. Flest þessara dauðsfalla eða 99% eiga sér stað í þróunarlöndunum. Í Nepal deyr ein af hverjum 80 konum af þessum sökum ein af afleiðingum fátæktar. Sameinuðu þjóðirnar settu fram þúsaldarmarkmið árið 2000 og eitt þeirra fimmta markmiðið er að bæta heilsu mæðra og draga úr mæðradauða.
    Tilgangur þessarar ritgerðar sem er fræðileg úttekt er að skoða barneignarþjónustuna í Nepal algengi mæðradauða, umhverfi og aðstæður kvenna, þætti sem eru taldir hamla því að mæður fái þá þjónustu sem þær þurfa og leiðir til úrbóta.

    Flestar konur fæða heima án fagfólks. Styrkja þarf stöðu og heilsu kvenna. Mæðradauði hefur lækkað í Nepal undanfarna tvo áratugi en enn er tíðnin há. Fleiri konur en áður fá mæðra-vernd og njóta aðstoðar fagmanneskju í fæðingum. Sjúkrastofnunum hefur fjölgað en þjónustan nær til lítils hluta landsmanna. Mikil þörf er á menntun og þjálfun fagfólks og fræðslu til samfélagsins. Þar er hlutverk ljósmæðra mikilvægt því mæðradauða væri í flestum tilfellum hægt að koma í veg fyrir ef fagleg hjálp væri í heimabyggð og aðgangur að viðeigandi sjúkrastofunun með grunnaðstöðu til fæðingarinngripa.
    Lykilorð: Mæðradauði, Nepal, MDG-5, barneignarþjónusta í Nepal

Samþykkt: 
  • 27.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8777


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Barneignaþjónusta í Nepal. Leiðir til að draga úr mæðradauða.pdf358.71 kBLokaðurHeildartextiPDF