is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/878

Titill: 
 • Líkamsástand lögreglu- og slökkviliðsmanna : samanburðarrannsókn á almennri deild lögreglu höfuðborgarsvæðisins, sérsveit ríkislögreglustjóra og slökkviliði höfuðborgarsvæðisins
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna líkamsástand lögreglu- og slökkviliðsmanna.
  Rannsókn þessi getur verið liður í að efla fagvæðingu innan þessara starfsgreina því framfara er þörf innan allra sviða þeirra. Einnig þarf að efla vitneskju hverrar starfstéttar fyrir sig um líkamlegt ástand sitt. Vekja þarf upp áhuga á hvers konar líkamsrækt og gera starfsmenn meðvitaða um heilbrigða lífshætti og stuðla að því að gera heilbrigt líferni að lífsstíl. Einnig er markmið að öðlast vísindalega þekkingu á líkamsástandi lögreglu- og slökkviliðsmanna og nýta okkur e.t.v þessa rannsókn sem upphaf af umfangsmeiri langtímarannsókn.
  Þátttakendur voru alls 45 talsins úr almennu deild lögreglu höfuðborgasvæðisins (n = 15), úr sérsveit ríkislögreglustjóra (n = 15) og úr slökkviliði höfuðborgarsvæðisins
  (n = 15). Meðalaldur þeirra var 31,16 ± 5,16 . Rannsóknin fór fram á tveimur stöðum, annars vegar í líkamsræktaraðstöðu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þar sem framkvæmdar voru tvær mælingar, hámarksstyrkur í bekkpressu (1 RM) og fitumæling og hins vegar í rannsóknarstofu sjúkraþjálfunarskors Háskóla Íslands en þar var framkvæmd mæling í hámarkssúrefnisupptöku (VO2max) ásamt mælingu á hæð og þyngd. Út frá hæðar- og þyngdarmælingunni var BMI – stuðullinn reiknaður út. Mælingarnar voru framkvæmdar í marsmánuði.
  Niðurstöður mælinganna gáfu til kynna mun á milli starfsstéttanna þriggja. Ekki var um marktækan mun að ræða (p > 0.05). Munur á líkamlegum eiginleikum var ekki mikill en sérsveitin reyndist vera úthaldsmest og mældist meðal súrefnisupptaka þeirra 55,73 ± 5,34 ml/kg/mín þar á eftir kom slökkviliðið með 54,87 ± 5,15 ml/kg/mín og loks almenn deild lögreglunnar með 52,21 ±7,93 ml/kg/mín. Í hámarksstyrktarmælingu var sérsveitin einnig með mesta meðal styrkinn, en þeir mældust með 100,87 ± 15,53 kg. Slökkviliðið mældist með 98,96 ± 13,87 kg og almenna deild lögreglunnar með 93,96 ± 16,56 kg. Sé miðað við sambærilegar erlendar rannsóknir eru niðurstöður þessarar rannsóknar hagstæðar fyrir íslenska lögreglu- og slökkviliðsmenn og gefa til kynna að þessar starfstéttir hér á landi eru í mjög góðu líkamlegu ástandi. Af þessu má álykta að það er mikilvægt er fyrir þessar starfsstéttir að vera í góðu líkamlegu formi til að geta uppfyllt þær kröfur sem starfið gerir til þeirra.

Samþykkt: 
 • 11.9.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/878


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Microsoft Word - Lokaritgerd - SKIL.pdf618.43 kBOpinnHeildartexti PDFSkoða/Opna