is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8781

Titill: 
  • Legvatnsleki fyrir 37 vikna meðgöngu. Umönnun og meðferð
Útdráttur: 
  • Þetta verkefni er fræðileg úttekt á fyrirbærinu PPROM eða fyrirmálsrifnun himna fyrir 37 vikna meðgöngu. Tilgangur þessarar fræðilegu úttektar var að fræðast betur um þetta ákveðna efni og skoða helstu orsakir, afleiðingar og meðferðarform. Til eru tvær tegundir af legvatnsleka, annars vegar sá sem verður eftir inngrip eins og legvatnsástungu og hins vegar sjálfkrafa legvatnsleki, en einblínt er á þá tegund í þessu verkefni. Samkvæmt rannsóknum er tíðni PPROM um 2-4%. Mikilvægt er að vanda til greiningar og spila ljósmæður stórt hlutverk þegar til greiningar kemur. Helstu orsakir má rekja til fyrri sögu sem og sýkinga en margar aðrar ástæður geta þó verið að baki. Afleiðingarnar fyrir ófædd börnin eru margvíslegar og fer alvarleikinn mikið eftir því hvenær á meðgöngunni legvatnslekinn verður. Ef engin sýkingarmerki eru til staðar felst helsta meðferðin í sýklalyfjum, sterum,hríðahamlandi lyfjum og rúmlegu en annars felst meðferðin í fæðingu. Meðferð sem snýr að andlega þættinum er mjög mikilvæg og spila ljósmæður stórt hlutverk þegar kemur að þeirri
    umönnun. Áfallið tekur til allrar fjölskyldunnar og upplifir fólk oft mikla óvissu, kvíða og streitu sem lenda í slíkum raunum sem PPROM getur valdið. Engar íslenskar rannsóknir fundust við leit en þeirra væri þörf.

Samþykkt: 
  • 27.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8781


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni Guðrun.pdf193,89 kBLokaðurHeildartextiPDF