is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8785

Titill: 
 • Þekking hjúkrunarfræðinema á endurlífgun. Rannsókn fyrir og eftir námskeið í endurlífgun
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Margt bendir til þess að efla þurfi þekkingu hjúkrunarfræðinga á endurlífgun en hjúkrunarfræðingar eru oft fyrstu viðbragðsaðilar þegar sjúklingar fara í hjartastopp. Fyrstu viðbrögð við hjartastoppi hafa áhrif á lífslíkur sjúklinga og er því mikilvægt að brugðist sé við á réttan hátt.
  Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna þekkingu hjúkrunarfræðinema á endurlífgun og bera saman þekkingu þeirra fyrir og eftir námskeið í endurlífgun.
  Stuðst var við hálfstaðlað tilraunasnið. Upplýsinga var aflað með fjölvalsspurningalista fyrir og eftir námskeiðið endurlífgun í grunnnámi í hjúkrunarfræði. Þátttakendur voru 53 nemendur á þriðja námsári í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og var svarhlutfallið 98,1% (n=52). Spurningalistinn sem lagður var fyrir námskeiðið var notaður til að meta þekkingu nemandanna á endurlífgun. Meðaltal einkunna úr fyrri og seinni spurningalistanum voru borin saman með pöruðu t-prófi til að meta áhrif endurlífgunarnámskeiðs.
  Helstu niðurstöður voru að meðaleinkunn úr spurningalista fyrir námskeiðið var 6,41 á skalanum 0-10 og eftir námskeiðið var meðaleinkunn 7,62. Marktækur munur var á meðaltölunum fyrir og eftir námskeið í endurlífgun (p=0,000). Rannsóknin gefur vísbendingu um að nemendur skorti þekkingu á endurlífgun. Út frá niðurstöðum rannsóknarinnar má álykta að þekking nemanda hafi aukist við að sækja námskeið í endurlífgun.
  Lykilorð: Endurlífgun, þekking, námskeið í endurlífgun, hjúkrunarfræðinemar.

Samþykkt: 
 • 27.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8785


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HIldur og Birta.pdf546.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna