is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8787

Titill: 
  • Framleiðsla á barnamat á Íslandi. Frá hugmynd til veruleika
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Matvælaframleiðsla á Íslandi er ein af stoðum íslensks hagkerfis enda nýtur hún sérstöðu á sviði gæða, hreinleika, sjálfbærni og rekjanleika svo dæmi séu tekin. Þrátt fyrir það hefur sérunninn barnamatur ekki verið framleiddur hérlendis eða fengist á markaði fyrr en nú. Einungis hefur fengist erlendur niðursoðinn matur.
    Markmið með framleiðslu á barnamat undir vörumerkinu Kátir kroppar er tvíþætt. Annars vegar að tryggja komandi kynslóðum góða fæðu úr framúrskarandi hráefni og stuðla þannig að heilbrigði þeirra. Hins vegar að efla íslenskt atvinnulíf og auka þannig hagvöxt ár frá ári.
    Verkefnið felur í sér gerð viðskiptaáætlunar þar sem kannað er hvort raunhæft sé að framleiða barnamat á Íslandi. Niðurstaðan var sú að erfitt er fyrir lítinn aðila, líkt og Káta kroppa, að standa að framleiðslunni eða rekstrinum. Með aðkomu stórra aðila, sem þegar framleiða matvæli, er framleiðslan vel raunhæf.

Samþykkt: 
  • 27.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8787


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Framleidsla_a_barnamat_a_islandi.pdf3.7 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna