is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8789

Titill: 
 • Óframkvæmd hjúkrun. Fræðileg samantekt
 • Titill er á ensku Missed nursing care
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Óframkvæmd hjúkrun (missed nursing care) er algeng og á sér stað daglega á bráðadeildum sjúkrahúsa. Með hugtakinu óframkvæmd hjúkrun er átt við hjúkrun sm er seinkað, sleppt að hluta til eða alveg.
  Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar er að varpa ljósi á óframkvæmda hjúkrun á bráðadeildum sjúkrahúsa. Með fræðilegri samantekt er svara leitað við eftirfarandi spurningum: Hvað er óframkvæmd hjúkrun? Hvaða hjúkrunarmeðferðir eru það helst sem eru ekki framkvæmdar? Hverjar eru orsakir og afleiðingar óframkvæmdrar hjúkrunar? Leitað var heimilda í gagnasöfnun Scopus, PubMed og Google Scholar, auk þess sem heimildaskrár þeirra heimilda sem fundust voru notaðar til heimildaleitar.
  Niðurstöður leiddu í ljós að óframkvæmd hjúkrun er alvarlegt vandamál á bráðadeildum sjúkrahúsa. Algengast er að grunnþáttum hjúkrunar sé sleppt svo sem að snúa sjúklingum, eftirlit með næringu, hreinlæti og hvatning til hreyfingar. Helstu orsakir óframkvæmdrar hjúkrunar eru: 1) skortur á samskiptum, 2) ófullnægjandi mönnun, 3) skortur á ðföngum, 4) truflanir, 5) fjölverkavinnsla, 6) tímalengd hjúkrunarmeðferða, 7) „ekki í mínum verkahring“ heilkennið, 8) ófullnægjandi úthlutun verkefna, og 9) vani. Afleiðingarnar geta verið allt frá því að vera lítilvægar og ósýnilegar upp í að valda miklum skaða eða dauða sjúklinga. Algengar afleiðingar eru fjölgun legudaga, seinkun á útskrift og neikvæðar afleiðingar fyrir sjúkling.
  Lykilorð: bráðadeild, óframkvæmd hjúkrun, sjúkrahús

Samþykkt: 
 • 27.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8789


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pdf þriðjud.pdf370.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna