is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/879

Titill: 
 • Rekstur og stjórnun leiguíbúða Húsavíkurbæjar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Félagslegar íbúðir sveitarfélaganna voru byggðar sem stuðningur við fólk sem ekki hafði nægilegar tekjur né eignir til að kaupa fasteignir á almennum markaði. Á tímabili var mikil uppbygging víða um land og næg eftirspurn eftir húsnæði á hagstæðum kjörum en lán til félagslegra íbúða voru niðurgreidd. Á sama tíma ríktu höft og skortur var á lánsfé þannig að möguleikar almennings til að eignast húsnæði einkenndust af tilviljunum eða klíkuskap til að hafa aðgang að lánsfé.
  Mikil breyting verður svo á árunum eftir 1990, en sveitarfélögin höfðu kaupskyldu á félagslegum íbúðum. Íbúðirnar voru verðtryggðar þannig að þær hækkuðu í verði óháð því hvort almennur markaður fyrir íbúðarhúsnæði hækkaði eða lækkaði. Í kjölfarið þurftu sveitarfélögin á landsbyggðinni að innleysa íbúðirnar og breyta þeim í leiguíbúðir.
  Leggja þarf upp með að innleiða skipulagðar breytingar á leiguíbúðakerfinu og afla þeim nauðsynlegs stuðnings í undirbúningsferlinu. Í framhaldi af því þarf að festa breytingarnar í sessi og nýta sér á jákvæðan hátt. Tillögur fela í sér að selja íbúðirnar á almennum markaði. Varasjóður húsnæðismála hefur verið veitt heimild til aukins rekstrarstuðnings vegna rekstarhalla og til að koma á móts við sveitarfélögin við sölu íbúða með uppgreiðslu áhvílandi lána þegar söluverð nægir ekki fyrir áhvílandi skuldum íbúðarinnar.
  Þannig getur sveitarfélagið dregið sig að miklu leyti út af leigumarkaði en eftirlætur markaðnum að sinna almennri leigu. Sveitarfélagið leggur í staðinn áherslu á að sinna félagslegum leigumarkaði og kanna kosti þess að taka upp sérstakar húsaleigubætur. Leiguíbúðirnar yrðu þá hugsað sem skammtímaleiga meðan leitað er framtíðarlausnar á húsnæðismálum.
  Lykilorð: Leiguíbúðir sveitarfélaga, sveitarfélög á Norðurlandi, söluíbúðir, íbúðalán, leigufélög.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri frá og með 01.01.2010
Samþykkt: 
 • 1.1.2006
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/879


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
leiguibudirhusavik.pdf414.32 kBTakmarkaðurRekstur og stjórnun leiguíbúða Húsavíkurbæjar - heildPDF
leiguibudirhusavik_e.pdf74.75 kBOpinnRekstur og stjórnun leiguíbúða Húsavíkurbæjar - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
leiguibudirhusavik_h.pdf104.74 kBOpinnRekstur og stjórnun leiguíbúða Húsavíkurbæjar - heimildaskráPDFSkoða/Opna
leiguibudirhusavik_u.pdf92.12 kBOpinnRekstur og stjórnun leiguíbúða Húsavíkurbæjar - útdrátturPDFSkoða/Opna