is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8792

Titill: 
  • Heilbrigði á efri árum: Fræðileg úttekt og athugun á tilviki um heilsuvernd aldraðra í félagsstarfi á höfuðborgarsvæðinu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í verkefninu er fjallað almennt um heilbrigði og síðan um heilbrigði með tilliti til aldraðra. Lýst er áhættuþáttum sem ógnað geta heilbrigði aldraðra og sagt frá gildi heilbrigðis fyrir þennan aldurshóp. Einnig er rætt um leiðir til að efla heilsu og takast á við álagsþætti á efri árum til dæmis með stuðningi, ráðgjöf, fræðslu og annarri skipulagðri heilsuvernd.
    Gerð var tilfellaathugun sem beindist að því að kanna að hve miklu leyti heilsuvernd aldraðra fer fram í félagsstarfi á höfuðborgarsvæðinu og skoða samvinnu heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og félagsstarfsins. Viðtöl voru tekin við hjúkrunarfræðing sem sinnir heilsuvernd aldraðra bæði á heilsugæslustöð og í félagsstarfi á höfuðborgasvæðinu.
    Athugunin sýndi að misjafnlega hefur gengið að þróa störf hjúkrunarfræðinga í heilsuvernd aldraðra á heilsugæslustöðvum. Misjafnir möguleikar hafa verið á nýjum stöðugildum innan þessa málaflokks og eins er íbúasamsetning hverfanna ólík. Ætla mætti að aðgengi eldri borgara að hjúkrunarþjónustu aukist, ef boðið væri í meiri mæli upp á heilsuvernd í félagsstarfi. Slík heilsuvernd gerir hjúkrunarþjónustuna fjölbreyttari og býður upp á nýja möguleika á tengslamyndun við skjólstæðinga og aðra einstaklinga og stofnanir sem sinna svipuðu starfi. Þetta er því ein leið sem mögulegt er að fara til að auka og bæta heilsuvernd aldraðra þar sem félagsstarf stendur til boða.

Samþykkt: 
  • 27.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8792


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKARITGERÐ - tilbúin-270511.pdf375.64 kBLokaðurMeginmálPDF
Fylgiskjal A.pdf119.5 kBLokaðurFylgiskjölPDF
Fylgiskjal B.pdf161.26 kBLokaðurFylgiskjölPDF
Fylgiskjal C.pdf5.76 kBLokaðurFylgiskjölPDF