en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8799

Title: 
  • Title is in Icelandic Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar þýðingar Eating Disorder Evaluation-Questionnaire (EDE-Q) og Clinical Impairment Assessment (CIA)
Submitted: 
  • June 2011
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið rannsóknarinnar var að skoða próffræðilega eiginleika íslenskrar útgáfu sjálfsmatslistanna Eating Disorder Evaluation-Questionnaire (EDE-Q) sem metur einkenni átraskana og Clinical Impairment Assessment (CIA) sem metur sálræna og félagslega skerðingu vegna einkenna átraskana. Tilgangur rannsóknarinnar var að bæta stöðu mælitækja á sviði átröskunar og bæta þannig gæði þeirrar þjónustu sem hægt er að veita átröskunarsjúklingum. Tengsl listanna við aðra lista sem eiga að meta svipaðar hugsmíðar voru skoðuð. Þetta voru listarnir Eating Attitudes Test (EAT-26) sem einnig metur einkenni átraskana og Despression Anxiety Stress Scale (DASS-42) sem metur einkenni þunglyndis, kvíða og streitu. Þátttakendur svöruðu spurningalistum og skiptust í tvo hópa. Í samanburðarhóp voru 173 konur úr Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri. Í átröskunarhóp voru 14 konur sem voru í eftirliti eða meðferð vegna átröskunar hjá meðferðaraðila átröskunarteymis Landspítala Háskólasjúkrahúss. Niðurstöður sýndu að EDE-Q og CIA hafa gott samleitni og aðgreiniréttmæti, góðan innri áreiðanleika og niðurstöður þáttagreiningar voru í samræmi við þáttagreiningar listanna í erlendum rannsóknum. Niðurstöður rannsóknarinnar eru vísbending um að próffræðilegir eiginleikar íslenskrar útgáfu EDE-Q og CIA séu góðir og mælitækin geti aukið skilvirkni og gæði greininga og meðferðar átraskana á Íslandi.

Accepted: 
  • May 30, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8799


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Sólveig Ritgerð 2.pdf8.37 MBOpenHeildartextiPDFView/Open