en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8800

Title: 
  • Title is in Icelandic Mat á próffræðilegum eiginleikum DOCS spurningalistans í íslenskri gerð
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Áráttu- og þráhyggjuröskun er alvarleg kvíðaröskun sem einkennist af þrálátum hugsunum sem koma endurtekið upp í huga fólks og endurtekinni áráttuhegðun sem kemur í kjölfar þeirra sem einskonar svar við hugsununum. Fjölmörg mælitæki eru til sem eiga að meta einkenni og alvarleika áráttu- og þráhyggjuröskunar. Vegna margskonar annmarka á þeim og í samræmi við rannsóknir síðustu ára var Dimensional Obsessive-Compulsive Scale (DOCS) nýlega búinn til. DOCS er 20 atriða sjálfsmatsspurningalisti sem inniheldur fimm atriði tengd hverri af þeim fjórum stöðugustu einkennavíddum áráttu- og þráhyggjuröskunar sem rannsóknir hafa leitt í ljós. Listinn metur einnig alvarleika röskunar á fjórum mismunandi alvarleikavíddum. Í þessari rannsókn voru athugaðir próffræðilegir eiginleikar DOCS spurningalistans í íslenskri þýðingu. Þátttakendur í rannsókninni voru 280 nemendur við Háskóla Íslands. Þáttagreining gaf af sér fjóra skýra þætti ásamt því að áreiðanleiki og réttmæti listans reyndist gott. Áreiðanleiki listans í heild reyndist góður. Áreiðanleiki allra þáttanna nema eins var góður og í samræmi við enska útgáfu listans. Samleitniréttmæti listans var gott miðað við fylgni hans við OCI-R og Y-BOCS-SR. Samleitni- og aðgreiningarréttmæti þáttanna var í flestum tilfellum gott miðað við mismunandi fylgni þeirra við undirkvarða OCI-R. Almennt má því segja að niðurstöður rannsóknarinnar bendi til að próffræðilegir eiginleikar DOCS spurningalistans í íslenskri gerð séu góðir.

Accepted: 
  • May 30, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8800


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Jóhann og Þráinn3.pdf573.55 kBOpenHeildartextiPDFView/Open