is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8802

Titill: 
  • Heilsuefling barnshafandi kvenna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er megindleg rannsókn með nýsköpun og fjallar um færni barnshafandi kvenna í eðlilegri meðgöngu við athafnir daglegs lífs og þjónustu sem þær fá í mæðravernd. Tilgangur þess, sem byggir á kanadísku hugmyndafræðinni um eflingu iðju og hugmyndafræði heilsueflingar, er fjórþættur. Með spurningalista er í fyrsta lagi kannað hvernig barnshafandi konur upplifi áhrif meðgöngunnar á færni og hvaða þættir hafi áhrif, í öðru lagi fengin yfirsýn yfir þjónustuna sem þær fá og í þriðja lagi könnuð þörf á frekari þjónustu í tengslum við rétta líkamsbeitingu, aðlögun á umhverfi og jafnvægi í daglegu lífi. Að lokum er hannað heilsueflandi námskeið í tengslum við þessa þrjá þætti, byggða á niðurstöðum listans og gagnreyndum heimildum. Spurningalisti sem rannsakendur hönnuðu sjálfir var notaður við gagnaöflun. Áætlað var að leggja listann fyrir 50 barnshafandi konur, á höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri og í Hveragerði sem valdar voru með þægindaúrtaki og var svarhlutfall 100%. Við gagnagreiningu var notuð lýsandi tölfræði og niðurstöður settar fram á myndrænan hátt. Rannsóknin er fyrsta sinnar tegundar hér á landi og erlendis svo vitað sé. Niðurstöður hennar gáfu vísbendingar um að þörf sé á aukinni þjónustu í tengslum við rétta líkamsbeitingu, orkusparandi aðferðir, aðlögun á umhverfi og jafnvægi í daglegu lífi, sem tilheyrir m.a. verkahring iðjuþjálfa. Niðurstöður sýndu einnig að meðgangan hefur nokkur eða mikil áhrif á færni barnshafandi kvenna við ákveðnar athafnir, sem er í samræmi við erlendar rannsóknir. Konurnar virtust þó nýta sér takmarkað úrræði til að bregðast við breytingum sem henni fylgja. Þessar niðurstöður geta komið að gagni við þróun þjónustu við barnshafandi konur og voru þær nýttar við hönnun námskeiðsins, sem er nýsköpunarhluti þessa verkefnis. Þessari íhlutun er ætlað að auka andlega og líkamlega vellíðan barnshafandi kvenna og viðhalda um leið færni þeirra á meðgöngu.
    Lykilhugtök: Aðlögun á umhverfi, eðlileg meðganga, færni við daglegar athafnir, heilsuefling, jafnvægi í daglegu lífi og rétt líkamsbeiting.

Samþykkt: 
  • 30.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8802


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heilsuefling barnshafandi kvenna.pdf5.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna