is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8803

Titill: 
 • Handleiðsla hjúkrunarfræðinga: Umhyggja þeim sem umhyggju veita
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Velgengni hjúkrunarfræðinga í starfi grundvallast á sjálfsþekkingu og sjálfsrækt, meðal annars í formi handleiðslu. Þrátt fyrir það er lítið fjallað um handleiðslu sem formlega umhyggju þeirra sem veita umhyggju. Tilgangur þessa verkefnis er að varpa ljósi á árangur handleiðslu hjúkrunarfræðinga og hvað handleiðslan felur í sér. Með viðhorfskönnun níu þátttakenda sem koma að handleiðslu hjúkrunarfræðinga auk fræðilegrar samantektar, var leitað svara við í hverju handleiðsla hjúkrunarfræðinga felst, af hverju hún gagnast hjúkrunarfræðingum, hver sé árangur handleiðslunnar og hverjar séu hindranir og hvatar hennar. Niðurstaða viðhorfskönnunarinnar var að þekking á handleiðslu væri ábótavant, hún væri ekki sýnilegt úrræði og of fáir handleiðarar væru starfandi. Hjúkrunarfræðingar hafa margir orðið fyrir erfiðri persónulegri reynslu og upplifa hluttekningarþreytu. Árangur handleiðslu var greindur í eftirfarandi þemu: Lykill að auknu innsæi, Hvíla sáttur í sjálfum sér, Einlæg umhyggja og Lykill að starfsánægju.
  Handleiðsla hjúkrunarfræðinga eflir uppbyggjandi vinnumenningu, starfsánægju, starfsþróun, samskiptafærni og innsæi hjúkrunarfræðinga. Þó rekja megi tilurð handleiðslu meðal íslenskra hjúkrunarfræðinga til ársins 1973, er vanþekking helsta hindrun hennar. Því er lagt til að framkvæmd verði samanburðarrannsókn á handleiðslu meðal hjúkrunarfræðinga auk aukinnar umræðu um mikilvægi þess að hjúkrunarfræðingar gefi sér tíma til sjálfsræktar, t.d. með þátttöku í handleiðslu.
  Lykilorð: Hjúkrunarfræðingar, handleiðsla, sjálfsrækt, innsæi

 • Útdráttur er á ensku

  A successful nursing career is based on self-awareness and self-development, partly created by clinical supervision. Despite this, clinical supervision is usually not treated as for-mal care for the carers. The aim of this project is to cast light on the benefits of clinical su-pervision for nurses and what supervision encompasses. A qualitative semistructured inter-view study, conducted on a group of nine participants, in addition to a theoretical analysis, sought to determine what clinical supervision for nurses consists of, why it is of value to nurses, how successful supervision is and what are the main obstacles and incentives. The conclusion of the opinion study was that clinical supervision is not well known, that it is not seen as an obvious solution and that there is a lack of supervisors. Many nurses have had traumatic personal experiences and suffer from secondary traumatic stress. The themes that emerged from the text describe the benefits of clinical supervision for nurses: The key to raised intuition, Resting at ease with oneself, Sincere care and The key to job satisfaction.
  Clinical supervision for nurses’ strenghtens the empowerment of work culture, job satisfaction, professional advancement, communication skills and the intuition of nurses. Even though the practice of clinical supervision among Icelandic nurses can be traced back to 1973, the main obstacle is lack of knowledge. It is therefore suggested that a comparision study on clinical supervision should be made among nurses and added emphasis should be placed on the importance of nurses taking time to take care of themselves, for instance by participation in clinical supervision.
  Key words: Nurses, clinical supervision, self-developement, intuition.

Samþykkt: 
 • 30.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8803


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aðalbjörg - lokaverkefni júní 2011.pdf484.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna