is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8808

Titill: 
 • Könnun á heilsu og færni eldri borgara sem búa á eigin heimili á Fljótsdalshéraði
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Öldruðum einstaklingum sem búa sjálfstætt á eigin heimilum veitist oft erfitt að leita eftir þjónustu sem þeir þarfnast og hafa oft ekki vitneskju um úrræði sem í boði eru og mætt gætu þörfum þeirra. Mikilvægt er að finna þá eldri borgara sem búa við skert heilsufar og getu og þarfnast þjónustu og við þá leit er þörf á matstæki sem er auðvelt og fljótlegt í notkun og um leið áreiðanlegt og réttmætt.
  Tilgangurinn með rannsókninni var að kanna hlutfall sjálfstætt búandi aldraðra Héraðsbúa sem er í áhættuhópi varðandi þverrandi heilsu, færni og lífslíkur samkvæmt VES-13 (Vulnerable Elderly Survey) matstækinu. Jafnframt var skoðað hvaða formlegu og óformlegu þjónustu hópurinn fékk.
  Úrtakið í rannsókninni voru 100 Héraðsbúar, 75 ára og eldri, sem bjuggu heima. VES-13 spurningalistinn var lagður fyrir þátttakendur símleiðis ásamt þjónustukönnun. Notaður var hugbúnaðurinn SPSS við tölfræðilega úrvinnslu ásamt töflureikninum Excel. Svörunin var 87% og var 84% þátttakenda á aldrinum 75-84 ára.
  Helstu niðurstöður voru þær að 54% þátttakenda fengu ≥3 stig á VES-13 og voru þeir því í 4,2 sinnum meiri áhættu að verða fyrir heilsu- og færniskerðingu eða látast innan tveggja ára miðað við þá sem fengu <3 stig á VES-13. Fimm þátttakendur fengu 10 stig á VES-13 sem þýðir að þeir eru í 60% áhættu að verða fyrir heilsuskerðingu eða látast innan 8-14 mánaða. Í sjálfsmati á heilsu töldu 39 manns eða 44,8% heilsu sína slaka eða þokkalega. Heimahjúkrun fengu 17,2% þátttakenda og heimilishjálp 16,1% en 39% tóku þátt í félagsstarfi. Óformlegs stuðnings nutu 20,7%. Greinilegt var að heimahjúkrun, heimilishjálp og óformlegan stuðningur jókst hlutfallslega þegar ≥5-7 stigum á VES-13 var náð.
  Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk sé meðvitað um aðstæður aldraðra í samfélaginu og tryggi þeim þá þjónustu sem þeir þurfa og eiga rétt á.

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  Community-dwelling elderly often find it hard to look for the service they need and often do not know about available solutions that might meet their needs. Thus it is important to identify community dwelling elderly that are vulnerable having impaired health and functional abilities and might need health care and social service. There is a need for a tool that is simple and which efficiently helps to identify those individuals and is at the same time reliable and valid.
  The purpose of the study was to explore what proportion of community-dwelling in the Fljótsdalshérað area, was vulnerable or at increased risk for health deterioration or death according to the VES-13 (Vulnerable Elderly Survey). The study also explored what service the group received, either through official or unofficial means.
  One hundred people 75 years or older, living independently in the Fljótsdalshérað area, participated in the study. Data was collected by the VES-13 questionnaire by phone and besides the participants answered a service survey. Data was analyzed using SPSS software and Excel. A response rate of 87% was yielded and 84% of the participants were 75 to 84 years old.
  The main results were that 54% of the participants received ≥3 points on the VES-13 scale and were therefore at 4,2 times the risk of death or functional decline over a 2 year period compared to those who received <3 points on VES-13. Five participants received 10 points on the VES-13 scale which means that they are at 60% risk of death or functional decline within 8-14 months. When asked about their own health 44,8% of the participants considered their health fair or poor. Seventeen point two percent of the participants received nursing care at home, 16,1% received domestic service and 39% participated in social activities. Unofficial support by family and friends was provided to 20,7% of the group. It was clear that nursing care at home, domestic service and unofficial support increased proportionally when ≥5-7 points on the VES-13 scale was reached.
  It is important that health care professionals are aware of the living situation of elderly people in the society and provide them with the service they need and are entitled to.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 30.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8808


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Könnun á heilsu og færni eldri borgara sem búa heima á Fljótsdalshéraði.pdf1.93 MBLokaðurHeildartextiPDF
Forsíða á Könnun á heilsu og færni eldri borgara sem búa heima á Fljótsdalshéraði.pdf84.04 kBTakmarkaðurForsíðaPDF