en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8812

Title: 
  • is Leiðtoginn er lykilpersóna : viðhorf og sýn hjúkrunardeildarstjóra á geðsviði Landspítalans á leiðtogahlutverkið
Submitted: 
  • May 2011
Abstract: 
  • is

    Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf og sýn hjúkrunardeildarstjóra á leiðtogahlutverkið. Rannsóknarspurningin var: Hvaða viðhorf og sýn hafa deildarstjórar á geðdeildum Landspítalans til leiðtogahlutverksins? Rannsókninni var ætlað að varpa ljósi á það hvernig leiðtogar upplifa leiðtogahlutverkið og hvaða eiginleika og styrkleika þeir telja að leiðtogar þurfi að hafa ásamt því hvaða væntingar leiðtogar höfðu til hlutverksins og hvað hindraði þá helst í starfi. Rannsóknin var unnin eftir eigindlegri aðferðarfræði, þar sem tekin voru samtöl við sjö starfandi deildarstjóra á geðsviði Landspítala. Meðrannsakendur voru valdir með þægindaúrtaki í samstarfi við deildarstjóra á geðsviði Landspítala. Helstu niðurstöður voru þær að meðrannsakendur voru sammála um það að góður leiðtogi væri jákvæður, hlustaði á starfsfólk sitt, þekkti styrkleika þeirra og sæi til þess að hverjum og einum liði vel og nyti sín í starfi. Einnig töldu þeir nauðsynlegt að leiðtogar viðhefðu fagmennsku. Meðrannsakendur voru sammála um að ávinningur leiðtogahlutverksins væri mikill. Helsta hindrun í starfi meðrannsakenda var skortur á endurgjöf og hvatningu frá næsta yfirmanni. Rannsakendur draga þá ályktun að hlutverk leiðtoga sé fjölbreytt og margþætt. Áhrif leiðtogans á starfsfólk og starfsumhverfi voru mikil og nauðsynlegt að leiðtogar séu meðvitaðir um áhrif sín og ábyrgð.

Accepted: 
  • May 30, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8812


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Leiðtoginn er lykilpersóna.pdf1.47 MBOpenHeildartextiPDFView/Open

Note: is Verkefnið er lokað 1.janúar 2012