is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8817

Titill: 
 • Sykursýki og unglingar : hvernig bregst umhverfi unglinga við þegar þeir greinast með sykursýki I.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Tilgangur heimildasamantektarinnar er að varpa ljósi á viðbrögð umhverfisins þegar unglingar greinast með sykursýki I og hvernig hjúkrunarfræðingar geta komið til móts við þarfir þeirra. Samantektin byggir á eigindlegum og megindlegum rannsóknum, samantektarrannsóknum og viðtali höfunda við móður unglings á framhaldsskólaaldri með nýgreinda sykursýki. Rannsóknir sýna að nýgengi sykursýki I meðal barna og unglinga fer ört vaxandi í heiminum. Þrátt fyrir margar og ítarlegar rannsóknir hefur orsök þessarar tegundar sykursýki ekki fundist en talið er að margir þættir hafi áhrif. Á árunum 1970 - 2005 var meðalaukning á nýgengi sykursýki I um 3% á Íslandi og hefur hún í för með sér ýmsa líkamlega fylgikvilla sem flestir tengjast skemmdum á æðum vegna of hás blóðsykurs. Samantektin leiddi ennfremur í ljós að sykursýki I hefur einnig í för með sér andlegt álag og félagslega áhættu sem tengist sjálfsmynd unglinga, vináttutengslum þeirra, lífsgæðum og lífsstíl. Unglingar, einkum stúlkur, kunna t.d. að taka heilsufarslega áhættu til að líkja eftir staðalímyndum. Sykursýki hefur einnig afgerandi áhrif á lífsgæði og lífsstíl unglinga, ekki síst mataræði og hreyfingu. Skólaumhverfið er mikilvægt m.t.t. aldurshópsins og sykursýkinnar. Til er viðbragðsáætlun í grunnskólum þegar nemandi greinist með sykursýki I, framkvæmdin hennar er hins vegar undir hverjum skóla komin. Á framhaldsskólastiginu er aftur á móti ekki um þetta að ræða. Fræðsla fyrir unglinga með nýgreinda sykursýki I og aðstandendur þeirra og vini þarf að vera markviss og ítarleg. Það reyndist vera á ábyrgð foreldra að koma upplýsingum til umhverfisins og veita nauðsynlega fræðslu. Ljóst er að sárlega vantar fræðslu og stuðning fagaðila við unglinga og fjölskyldur þeirra í upphafi greiningar sem þyrfti að ná einnig til nánasta umhverfis þeirra þegar kemur að því að lifa með sjúkdómnum. Hér þarf að skoða aðkomu hjúkrunarfræðinga og annarra fagaðila.
  Lykilhugtök: Sykursýki I, unglingar, fjölskylda, vinir, blóðsykurstjórnun, viðbragðsáætlun skóla, lífsstíll.

 • Útdráttur er á ensku

  ABSTRACT
  The purpose of this review is to discuss the reaction of the environment when adolescents are diagnosed with type I diabetes and how nurses can meet their needs under those circumstances. This involved qualitative and quantitave research, comparative studies, research papers and an interview with the mother of newly diagnosed type I diabetic adolescents. Studies show that the incidence of pediatric and adolescent diabetes is increasing rapidly around the world. Despite extensive research the cause of type I has not been found although the disease process is thought to be multifactorial. During the period between 1970 – 2005 the average increase in the incidence of type I diabetes in this age group in Iceland was 3%. The disease results in a number of sequelae, most of which are the result of vascular damage secondary to high blood sugar levels. The review also showed that type I diabetes causes increased psycho-social stress on personal identity, friendships, quality of life and choice of lifestyle. Adolescents, especially girls are prone to taking health risks in order to live up to stereotypes. Diabetes also has a major impact on the lifestyle and quality of life of teenagers, especially diet and physical activity. There is an action plan available in grade school which is activated when a student is diagnosed with type I diabetes. The execution however, is dependent upon each individual school. There is no such plan in place in secondary school. The patient education for adolescents with newly diagnosed type I diabetes needs to be thorough and to the point. It appears to be the job of the parents to inform the environment and provide the necessary education. When it comes to information on how to deal with the disease, professional support and information is clearly lacking for teenagers, their families and immediate surroundings at the time of diagnosis. The involvement of nurses and other professionals needs to be addressed in this regard.
  Keywords: Type I diabetes, adolescents, family, friends, glucose controll, school acion plan, lifestyle.

Samþykkt: 
 • 30.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8817


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
unglingar og sykursýki.pdf1.05 MBOpinnPDFSkoða/Opna