is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8819

Titill: 
 • Fólasínnotkun barnshafandi kvenna fyrir þungun og á meðgöngu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna þekkingu og inntöku fólasíns meðal kvenna fyrir þungun og á meðgöngu. Fjöldi rannsókna hafa verið gerðar í tengslum við inntöku fólasíns og áhrif þess á þroska fósturs.
  Við gerð þessarar rannsóknar var notuð megindleg aðferðafræði. Upplýsingum var safnað á kerfisbundinn hátt með spurningalista og var hann lagður fyrir konur sem komu í mæðravernd á Heilsugæslustöðina á Akureyri. Spurningalistinn innihélt 13 spurningar. Alls svöruðu 61 kona spurningalistanum. Spurningalistinn var hannaður og fyrst notaður á Akureyri árið 2000. Við úrvinnslu gagna voru reiknaðar út prósentutölur og hlutföll. Niðurstöður voru svo sýndar í súluritum.
  Rannsakendur settu fram þær tilgátur að minnihluti kvenna taki fólasín fyrir þungun, að meirihluti kvenna taki fólasín á meðgöngu og að þekkingu kvenna á barneignaraldri á forvarnargildi fólasíns sé ábótavant. Rannsóknarspurningar rannsakenda voru eftirtaldar: Hversu hátt hlutfall barnshafandi kvenna á Akureyri tók fólasín fyrir þungun og á meðgöngu? Hversu hátt hlutfall barnshafandi kvenna á Akureyri hefur þekkingu á forvarnargildi fólasíns? Hvaða munur er á þekkingu og inntöku fólasíns eftir þjóðfélagsstöðu?
  Rannsóknarniðurstöður leiddu í ljós að konur sem tóku fólasín inn a.m.k. fjórum vikum fyrir þungun voru í minnihluta eða 26,2% þrátt fyrir að 72,1% þátttakenda höfðu fyrirfram ráðgert þessa þungun. Hins vegar fór dagleg inntaka fólasíns eftir þungun upp í 60,7%. Þetta sýnir að mati rannsakenda greinilega þörf fyrir fræðslu um mikilvægi þess að konur hefji inntöku fólasíns daglega í ráðlagðri skammtastærð a.m.k. fjórum vikum áður en þungun á sér stað og fyrstu 12 vikur meðgöngunnar.
  Lykilhugtök: Fólasíninntaka, forvarnargildi, meðganga, miðtaugakerfisgallar (MTG).

Athugasemdir: 
 • Athugasemdir er á ensku Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 30.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8819


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð_Alla_Berglind_Íris.pdf1.95 MBLokaðurHeildartextiPDF