is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/882

Titill: 
  • Síldarminjasafnið á Siglufirði : markaðsáætlun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðskiptaumhverfið verður sífellt flóknara og það er stöðugt þörf á því að fyrirtæki í samkeppni skipuleggi starfsemi sína betur og skilgreini sig á markaðnum með nákvæmari hætti. Markhópur er hópur viðskiptavina með sameiginlegar þarfir eða kauphegðan. Með miðaðri markaðssetningu er auðveldara að skilgreina markhópa og hvernig skuli nálgast þá. Stefnumótandi markaðsáætlun er tæki til að tvinna saman starfsemi fyrirtækis og stefnu þess við markaðsstarfið og bregðast við breytingum á markaðnum. Þjónusta er sífellt mikilvægari í viðskiptum fyrirtækja. Það eru nokkur grundvallaratriði sem skilja að sölu á vöru og sölu á þjónustu eins og til dæmis óvaranleiki hennar og óstöðugleiki. Gæðin eru mikilvægasti hluti þjónustu og helsta vandamálið er hversu erfitt er að viðhalda þeim þar sem mannlegi þátturinn er stór hluti. Þess vegna þarf sífellt að endurskoða alla þjónustuferla og gæðastýringu. Söluráðarnir fjórir eru grunnurinn að öllu markaðsstarfi og hæfileg blanda þeirra er líklegasta leiðin til að ná árangri við sölu á vöru eða þjónustu. Þótt þjónusta sé í eðli sínu óáþreifanleg, þá eru margir áþreifanlegir þættir sem snerta hana. Frammistaða starfsmanna er mikilvægur þáttur í þjónustu og því verða fyrirtæki að kappkosta þjálfun og upplýsingamiðlun til þeirra. Á síðustu árum hefur iternetið verið notað í ríkum mæli við að markaðssetja þjónustu. Með því er auðvelt að ná til viðskiptavina og koma upplýsingum til þeirra, auk þess sem hægt er að færa hluta þjónustunnar heim til þeirra. Kynning á þjónustu snýst um að veita loforð og efna þau síðan. Það er mikilvægt að viðskiptavinurinn fái það sem hann býst við en það er alltaf erfitt að meta það í þjónustu þar sem það er oft upplifun viðskiptavinarins sem er mælikvarðinn. Ímynd fyrirtækja er afar mikilvæg í öllu markaðsstarfi. Ferðamennska er röð athafna sem tengjast ferðalagi og upplifun þess. Ferðamenn hafa áhrif á það umhverfi sem þeir heimsækja í efnahagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum skilningi. Vegna þessa hefur sjálfbær og menningartengd ferðamennska vaxið mjög á undanförum árum. Fjöldi ferðamanna á Íslandi hefur margfaldast á síðustu áratugum og sú þróun mun halda áfram. Síldarminjasafnið á Siglufirði hefur mikla sérstöðu og sterka ímynd og hefur hlotið fjölmargar alþjóðlegar og innlendar viðurkenningar en markaðsstarf hefur verið lítið. Á næstu árum verða samgöngubætur við Siglufjörð sem munu auka ferðamannastraum þangað. Með þessum bótum er rutt úr vegi helstu ógnuninni sem safnið stendur frammi fyrir markaðslega séð. Í því liggur tækifæri til að fá fleiri gesti en áður. Markhópur safnsins eru innlendir ferðamenn og erlendir ferðamenn í menningartengdum ferðum. Það sem helst skortir er að samtvinna starfsemi safnsins annarri ferðaþjónustu í bænum eins og veitingasölu og gistiþjónustu. Ýmsir aðrir möguleikar eru til afþreyingar. Safnið þarf að fá öflugan vef fyrir kynningarstarfsemi og koma inn umfjöllun í ferðahandbækur. Með því að vinna að samstarfi aðila í ferðaþjónustu á Siglufirði getur safnið markaðssett sig með áhrifaríkum hætti á komandi árum.
    Lykilorð: Markaðssetning, síld, safn, kynning, minjasafn

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri frá og með 01.01.2011
Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/882


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sildarminjasafn.pdf675.27 kBTakmarkaðurSíldarminjasafnið á Siglufirði - heildPDF
sildarminjasafn_e.pdf144.69 kBOpinnSíldarminjasafnið á Silufirði - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
sildarminjasafn_h.pdf127.85 kBOpinnSíldarminjasafnið á Siglufirði - heimildaskráPDFSkoða/Opna
sildarminjasafn_u.pdf135.01 kBOpinnSíldarminjasafnið á Siglufirði - útdrátturPDFSkoða/Opna