is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8821

Titill: 
 • Halló, þetta er ég : minningameðferð og notkun lífssögu í umönnun fólks með heilabilun.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar heimildasamantektar er að sýna fram á þýðingu minningameðferðar í umönnun einstaklinga með heilabilun. Á síðustu árum hefur orðið töluverð breyting á hugmyndafræði í umönnun aldraðra og þá sérstaklega fólks með heilabilun. Aukin áhersla er lögð á einstaklingsmiðaða umönnun og minningavinnu með þátttöku einstaklingsins og fjölskyldu hans. Kenningar breska sálfræðingsins Kitwood um fimm grunnþarfir einstaklinga með heilabilun, þ.e. huggun, tengsl, hlutdeild, virkni og sjálfsmynd eru hafðar að leiðarljósi. Skráning lífssögu einstaklinga með heilabilun er nauðsynleg forsenda þess að kynnast manneskjunni á bak við sjúkdóminn. Lífssaga er grundvöllur þess að hægt sé að stunda minningavinnu með öldruðum einstaklingum. Rannsóknir sýna að vinna í minningavinnuhópum gefst vel til að mæta áður nefndum fimm grunnþörfum og finnur fólk til andlegrar vellíðunar eftir slíka vinnu og hún eflir virkni. Minningavinna getur farið fram í daglegri umönnun og geta allir sem að henni koma, þ.e. starfsfólk, vistmenn og fjölskyldur þeirra eða aðrir aðstandendur, verið þátttakendur. Einnig er hægt að nota minningavinnu í misstórum hópum, þar sem starfsmaður stjórnar umræðum um ákveðið efni. Heimilislegt umhverfi og hjálpartæki s.s. persónulegir munir þátttakenda og tilbúið fræðsluefni er grundvöllur velheppnaðrar vinnu. Rannsóknir sýna að fólk sem er í heimilislegu og kunnuglegu umhverfi heldur lengur færni og virkni í daglegu lífi. Rannsóknirnar í samantektinni voru eigindlegar og megindlegar, auk samantektarrannsókna, sem getið er í ritrýndum fræðiritum.
  Lykilorð: einstaklingsmiðuð umönnun, lífssaga, minningavinna, aldraðir og heilabilun.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this reference compilation is to prove the relevance of reminiscence in the care of individuals with dementia. In the last years there has been a considerable change in the ideology of the care of elderly people, especially people with dementia. There is an increased emphasis on person-centred care and reminiscence with the participation of the individual and his or her family. The compilation revolves around the theories of the British psychologist Kitwood on the five basic needs of individuals with dementia, i.e. comfort, attachment, inclusion, occupation and identity. The registry of the life story of individuals with dementia is the necessary grounds of getting to know the person behind the illness. The life story is the basis of one being able to practice reminiscence with elderly individuals. Research has shown that the work being done in reminiscence groups is ideal to meet the five aforementioned needs, furthermore that people experiences a mental wellbeing following such work and that it enforces activity. Reminiscence can take place in the people’s daily care and everybody involved, i.e. staff, inmates, families or other relatives, can be involved. Furthermore, reminiscence can be used in groups of variable sizes, wherein a member of the staff leads a discussion on a certain topic. An environment and aids that are homelike, e.g. participants’ personal belongings, along with pre-prepared educational texts, is the basis for a successful work. Research has shown that people in home-like and familiar environment are able to maintain for a longer time their skills and activities in their daily lives. The compilation contains research that is qualitative and quantitative and furthermore we reference compilation researches from peer-reviewed academic journals.
  Keywords: Person-centred care, lifestory, reminicence, elderly people, dementia.

Samþykkt: 
 • 30.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8821


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
minningameðferð og notkun lífssögu í umönnun fólks með heilabilun.pdf332.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna