en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8823

Title: 
  • is Áhættuþættir kransæðasjúkdóma og forvarnir
Submitted: 
  • May 2011
Abstract: 
  • is

    Hjartasjúkdómar eru algengasta orsök ótímabærra dauðsfalla í hinum vestræna heimi í dag, Ísland er þar engin undantekning. Kransæðasjúkdómar eru algengastir hjartasjúkdóma og valda þeir 20% dauðsfalla á meðal íslendinga árlega. Með því að þekkja áhættuþætti kransæðasjúkdóma er hægt að fækka dauðsföllum af völdum þeirra. Markmiðið með verkefninu var að varpa ljósi á helstu áhættuþætti kransæðasjúkdóma og hvaða forvarnir eru gagnlegar til að koma í veg fyrir þá. Stuðst var við rannsóknir og fræðilegar samantektir til að finna út helstu áhættuþættina, algengi þeirra og tíðni. Með verkefninu er sýnt fram á að erfitt er að horfa á áhættuþættina sem aðskildar einingar, þar sem margir þeirra hafa áhrif á hver annan og getur það gert erfiðara að grípa inn í með réttum forvörnum. Niðurstaðan er sú að helstu áhættuþættirnir, eru offita, blóðfitutruflanir, háþrýstingur, sykursýki af tegund II, reykingar og hreyfingarleysi, ásamt öðrum þáttum eins og aldri, erfðum og kyni sem erfitt er að hafa áhrif á. Aðrir áhættuþættir sem virðast hafa minna vægi eru áfengisneysla, þunglyndi, streita, kvíði og tíðahvörf hjá konum. Niðurstöðurnar sýna að góður árangur hefur náðst í fækkun dauðsfalla af völdum kransæðasjúkdóma hér á landi og mikilvægi þess að huga vel að forvörnum til að geta gert enn betur.
    Lykilorð; kransæðajúkdómar, áhættuþættir og forvarnir.

Description: 
  • is Verkefnið er lokað
Accepted: 
  • May 30, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8823


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaverkefni-JMO.pdf232.19 kBLockedHeildartextiPDF