is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8824

Titill: 
 • Viðhorf verðandi kjósenda til lýðræðislegs skólastarfs
 • Titill er á ensku The perspective of forthcoming voters to democratic school operation
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Eitt af meginmarkmiðum Aðalnámskrár grunnskóla hefur verið að búa nemendur undir þátttöku í lýðræðislegu samfélagi. Grunnskólinn er og á að vera sá staður sem veitir nemendum svigrúm til að öðlast reynslu og vera þátttakendur í lýðræðislegu starfi. Eftir búsáhaldabyltinguna 2008–2009 hófust miklar umræður um stöðu lýðræðis á Íslandi. Í ljósi þess er ástæða til að rannsaka viðhorf nemenda til lýðræðis í grunnskólum landsins. Það er mikilvægt fyrir íslenskt skólasamfélag að fá upplýsingar um viðhorf nemenda til lýðræðis því þeir eru kjósendur framtíðarinnar.
  Í þessari ritgerð er greint frá niðurstöðum megindlegrar rannsóknar sem gerð var í því skyni að kanna viðhorf nemenda í íslenskum grunnskólum til lýðræðis. Tilgangurinn með rannsókninni er að fá betri mynd af viðhorfum nemenda til lýðræðis í íslenskum grunnskólum og þar með safna upplýsingum sem skólastjórnendur geta nýtt sem grundvöll fyrir áframhaldandi vinnu með lýðræði innan grunnskólans og í víðara samhengi. Engar rannsóknir finnast á viðhorfum nemenda til lýðræðis í íslenskum grunnskólum fyrir þennan aldurshóp og er því stuðst við danska rannsókn frá 2001 til samanburðar. Notaðar eru sams konar spurningar í íslenska spurningalistanum og borið saman við niðurstöður úr dönsku rannsókninni.
  Gögnum var safnað með aðstoð Skólapúlsins sem bætti 21 spurningu við spurningar sínar í október 2010. Tekið var úrtak 30 skóla á Íslandi af þeim 46 sem tóku Skólapúlsinn í sama mánuði. Tæplega 90% skólastjóra samþykktu þátttöku skóla sinna, sem þýðir að þátttakendur í rannsókninni eru nemendur í 6.–10. bekk í grunnskólum af mismunandi stærðum sem eru dreifðir um landið. Alls tóku 473 nemendur þátt í rannsókninni og voru stelpur 49% og strákar 51%.
  Helstu niðurstöður voru að í íslenskum grunnskólum svarar 7% nemenda að þeir aldrei geta sagt sína skoðun þrátt fyrir að vera ósammála kennaranum og 26% svarar að þeir geta stundum gert það og 25% nemenda svara að einhver í bekknum sé lagður í einelti og 38% svarar að einhver er út undan í bekknum. Ljóst er að ekki allir nemendur fá að njóta sín fullkomlega í lýðræðislegri þátttöku vegna eineltis og útilokunar í bekknum og ekki geta allir nemendur tjáð skoðun sína þegar þeir eru ósammála kennaranum.
  Nemendum gefast fá tækifæri til að hafa áhrif á mál sem snerta þá sjálfa og þeir líta svo á að virkni nemenda í nemendaráði varði einstaklinga en ekki skólann í heild. Í samanburði við dönsku rannsóknina leggja grunnskólar á Íslandi meiri áherslu á einstaklinginn en hópinn. Það getur verið vísbending um að einstaklingshyggja sé ríkjandi í íslenskum grunnskólum.

 • Útdráttur er á ensku

  One of the main aims of the National Curriculum Guide has been to prepare students for the participation in a democratic society. The elementary school is and should be the place which offers students the space to acquire experience and practice democracy. After the utensils revolution 2008-2009 much discussion commenced about the position of democracy in Iceland. In light of altered values of the Icelandic society from 2008 there is reason to research students´ perspective of democracy in the nation‘s elementary schools.
  In this essay the results of a quantitative research which was aimed at studying Icelandic elementary students´ perspective of democracy are articulated. The purpose of the research is to acquire a better picture of students´ perspective of democracy in Icelandic elementary schools and thereby gather information which school authorities can utilize as a basis for continued work with democracy within the elementary school and in a wider context. No research is found of the position of democracy in Icelandic elementary schools for this age group and therefore a Danish research from 2001 is used as a reference. Similar questions are used in the Icelandic list of questions and compared with the results of the Danish research.
  Data was gathered with the assistance of The School Pulse (í. Skólapúlsinn) which added 21 questions to its sample in October 2010. Almost 90% of principles in schools that use The School Pulse agreed to their school‘s participation, which means that the participants in the research are students in 6th-10th grade in elementary schools of various sizes, scattered around the country. The total of 473 students participated in the research.
  The main conclusions were that in Icelandic elementary schools 7% of the students answer that they can never express their opinion in spite of disagreeing with the teacher and 26% answer that they sometimes can. Not all students come into their own in a democratic participation due to bullying and exclusion as 25% of the students answer that someone in the class is bullied and 38% answer that someone in the class is excluded.
  Students rarely have the opportunity to influence matters which have to do with themselves and in their view the function of students on the student council has to do with individuals but not with the school in general. In comparison to the Danish research Icelandic elementary schools place more emphasis on the individual than on the group. This can be an indication of individualism being predominant in Icelandic elementary schools.

Samþykkt: 
 • 30.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8824


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Annelise Larsen-Kaasgaard_M_Ed_ritgerd_2011.pdf690.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna