Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/883
Viðfangsefni þessa verkefnis eru fjölmenning, samskipti stjórnenda og erlends starfsfólks í Ísafjarðarbæ. Ákveðið var að notast við eigindlega rannsóknar-aðferð, það er að segja að nálgast verkefnið gegnum fyrirliggjandi gögn. Lesnar skýrslur og greinar sem gefnar hafa verið út varðandi þetta efni. Lagarammar er varða dvalar- og atvinnuleyfi útlendinga skoðaðir. Gerð var könnun meðal stjórnenda varðandi erlenda starfsmenn og eru niðurstöður hennar kynntar.
Helstu niðurstöður eru að það vantar samræmda stefnu í málefnum innflytjenda. Skyldur eru lagðar á herðar innflytjendum um íslenskunám, sækist þeir eftir búsetuleyfi, sem þeir eiga erfitt með að uppfylla vegna þess að námskeiðin eru hreinlega ekki í boði. Hefðbundin starfsþjálfun er notuð í nýliðaþjálfun erlendu starfsmannanna en helsti flöskuhálsinn er tungumálakunnáttan.
Lykilorð:
Fjölmenning - multi culture
Samskipti - communication
Erlent vinnuafl – multi cultural workforce
Dvalar- og atvinnuleyfi residence and work permit
ES/EES
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
fjolmenningIsafj.pdf | 2.19 MB | Takmarkaður | Fjölmenning, stjórnendur og erlent starfsfólk í fyrirtækjum í Ísafjarðarbæ - heild | ||
fjolmenningIsafj_e.pdf | 88.42 kB | Opinn | Fjölmenning, stjórnendur og erlent starfsfólk í fyrirtækjum í Ísafjarðarbæ - efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
fjolmenningIsafj_h.pdf | 135.46 kB | Opinn | Fjölmenning, stjórnendur og erlent starfsfólk í fyrirtækjum í Ísafjarðarbæ - heimildaskrá | Skoða/Opna | |
fjolmenningIsafj_u.pdf | 88.37 kB | Opinn | Fjölmenning, stjórnendur og erlent starfsfólk í fyrirtækjum í Ísafjarðarbæ - útdráttur | Skoða/Opna |