is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8833

Titill: 
 • Næring kvenna á barneignaaldri og áhrif á heilbrigði móður og fósturs : fræðileg úttekt
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ofþyngd er vaxandi vandamál á Íslandi og fæðuvenjur hafa breyst, en þetta hefur áhrif á heilsufar þjóðarinnar með aukinni tíðni langvinnra sjúkdóma. Þessi þróun er einnig hjá konum á barneignaaldri og orsakar lífstíll þeirra mikla þyngdaraukningu með hærra hlutfalli kvenna á barneignaaldri yfir kjörþyngd. Í þessari fræðilegu úttekt var áhrif næringar kvenna á barneignaaldri á heilbrigði móður og fósturs skoðuð. Markmiðið var að auka þekkingu á fræðsluþáttum til kvenna á barneignaaldri varðandi næringu sem hjúkrunarfræðingar og ljósmæður geti nýtt sér við störf sín. Heimildir voru fengnar úr fræðitímaritum, bókum og vefsíðum stofnana. Umfjöllun var um orkugjafana kolvetni, fitu og prótein og áhrif þeirra á þroska fósturs og meðgöngusykursýki. Einnig var fjallað um vítamín og steinefni þar sem inntaka fæðubótaefna kvenna á meðgöngu var skoðuð ásamt neyslu þorskalýsis, fólasíns og járns og áhrifum þeirra á meðgöngu. Áhrif þyngdar kvenna á barneignaaldri á heilbrigði á meðgöngu var skoðuð ásamt þyngdaraukningu á meðgöngu, með áherslu á hæfilega þyngdaraukningu, áhrif þyngdar á stærð barna og möguleg vandamál á meðgöngu. Umfjöllun var um hreyfingu sem forvörn og áhugahvetjandi viðtöl sem leið hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra til að stuðla að breytingu á heilbrigðisvenjum kvenna á barneignaaldri.
  Niðurstöður sýndu að næring á barneignaaldri er mikilvæg fyrir heilbrigði móður og fósturs og getur næringarástand og þyngd haft áhrif á þróun frá fyrstu vikum meðgöngunnar. Við fræðslu kvenna á barneignaaldri þarf að leggja áherslu á inntöku fólasíns og D-vítamínsgjafa, svo sem þorskalýsis, heilbrigðar fæðuvenjur og mikilvægi þess að þær haldi sér í kjörþyngd. Fæðutegundir sem stuðla að heilbrigði kvenna á barneignaaldri eru grænmeti, ávextir, heilkornavörur, belgjurtir, fræ, hnetur, grófar kornvörur, fiskur, kjúklingur, egg og magrar mjólkurvörur. Fræða þarf konur á barneignaaldri um mikilvægi þess að takmarka sykur og mettaða fitu vegna áhrifa þeirra á næringarskort og óhóflega þyngdaraukningu. Við heilsueflingu kvenna á barneignaaldri er árangursríkt að styðjast við áhugahvetjandi viðtöl og leggja áherslu á þeirra eigin hvatir við breytingu á næringarvenjum og hreyfingu. Fræðsla til kvenna á barneignaaldri um góðar heilbrigðisvenjur getur stuðlað að heilbrigðri meðgöngu og bætt heilsufar móður og barns.
  Lykilorð: Konur, næring, ofþyngd, barneignaaldur.

 • Abstract
  Obesity is an increasing concern here in Iceland and nurturing habits have changed which effects the nation’s rising incidence of chronic illnesses. This development is also going on amongst women who are in their child-bearing age and this kind of lifestyle could cause a higher rate of these women being over ideal weight. The objective of this theoretical source was the to examine the impact of nutrition in women of child-bearing age in the health of mother and foetus. The objective of this theoretical review was to increase knowledge of the educational factors in women of child-bearing age regarding nutrition that nurses and midwives can take advantage of their work.
  References are from treatises, books and websites from institutions. There was a discussion about the energizers carbohydrates, fat and protein and their influence on the development of the foetus and pregnancy diabetes. Also about vitamins and minerals where consumption of food supplements during pregnancy was studied along with the effect of consuming cod-liver oil, folic acid and iron. The effect of the women’s weight on health during pregnancy along with weight gaining during pregnancy was studied with the emphasis on suitable weight gaining, weight effect on babies’ sizes and possible pregnancy complications. There was a discussion about exercise as preventive measures and interest inspirational interviews as a way for nurses and midwifes to promote change in health habits of women in their child-bearing age.
  Results showed that nutrition during pregnancy is important for the mother and foetus’ health; nutrition condition and weight can influence the development of the foetus from the first weeks of pregnancy. There is a need to stress consumption of folic acid and vitamin D sources such as cod-liver oil, healthy food habits and the importance of keeping the ideal weight. Foods that contribute to women’s health include vegetables, fruit, whole wheat products, legumes, seeds, nuts, fish, chicken, eggs and various dairy products. There is a need to enlighten women in their child-bearing age about the importance of limiting sugar and saturated fats in their diet because of their effect on nutrition insufficiency and excessive weight gaining. The success of empowering women in their child-bearing age lies in using interest inspirational interviews and emphasise their own motivation in changing nutrition habits and exercise. The enlightenment of good health habits for women in their child-bearing age can rebound to healthy pregnancy and improve the mother and child’s health
  Keywords: Women, nutrition, obesity, child-bearing age

Samþykkt: 
 • 31.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8833


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
14.05.1977.pdf255.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna