is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8839

Titill: 
 • Skilvirkni samfélagslegra auglýsinga : unnið í samvinnu við Vátryggingafélag Íslands
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Ölvunarakstur er eitt af stærri vandamálum vestrænna samfélaga. Dag hvern halda tugir ökumanna út í umferðina á Íslandi undir áhrifum áfengis eða jafnvel annarra sterkra efna. Þessi hópur ökumanna er sjálfum sér og öðrum vegfarendum afar hættulegur og getur valdið miklu tjóni fyrir samfélagið. Nokkur fyrirtæki og stofnanir hafa brugðið á það ráð að birta forvarnarauglýsingar í von um að draga úr ölvunarakstri. Vátryggingafélag Íslands (VÍS) hefur verið leiðandi í slíkum auglýsingum undanfarin ár og hafur átt áhrifaríkar auglýsingaherferðir. Markmið þessa verkefnis er að meta skilvirkni ölvunarakstursauglýsingu frá VÍS í von um að komast að því hvort auglýsing hafi áhrif á hegðun ökumanna og þá hvernig. Til að komast að marktækri niðurstöðu notaðist rannsakandi við megindlega rannsóknaraðferð í formi vefkönnunar. Rúmlega 700 manns svöruðu könnuninni og voru svör flokkuð eftir þremur grunnbreytum, kyni, aldri og menntun. Markmiðið með slíkri greiningu var að kanna hvort ofangreindar grunnbreytur hefðu áhrif á svörun þátttakenda og hvernig þá. Rannsóknin er unnin í samstarfi við VÍS en skilvirkni auglýsingarinnar hefur ekki verið rannsökuð áður. Rannsóknin er því sú fyrsta sem gerð hefur verið á auglýsingunni. Við vinnslu verkefnisins hafði rannsakandi til hliðsjónar skýrslur frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa og afbrotafræði Ríkislögreglustjóra en það voru jafnframt einu fyrirliggjandi tölur sem rannsakandi notaði við vinnslu verkefnisins.
  Lykilorð:
   Ölvunarakstur
   Samfélagsleg markaðsfræði
   Hræðsluáróður
   Skilvirkni
   Markaðsrannsókn

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 31.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8839


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni Bergur G. Jónasson.pdf1.37 MBLokaðurPDF