en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8840

Title: 
 • Title is in Icelandic Vistvæn umhverfisstefna
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Umhverfismál eiga vaxandi fylgi að fagna. Frá því um 1990 hefur orðið vitundarvakning hjá almenningi, stofnunum og stjórnvöldum varðandi verndun umhverfisins. Í kjölfar stofnunar íslenska umhverfisráðuneytisins 1990 og heimsráðstefnunnar um umhverfismál í Ríó de Janeiro 1992 hafa æ fleiri fyrirtæki og stofnanir sett sér umhverfisstefnu.
  Landspítali hefur sett sér það markmið verða leiðandi í umhverfisstefnu og vistvænum innkaupum á Íslandi. Á Landspítala er verið að móta umhverfisstefnu og endurskoða verkferla með umhverfisþætti í huga. Stefnt er að því að nýr spítali sé „Grænn spítali“ og verði fyrirmynd annarra fyrirtækja í umhverfismálum.
  Einn af þeim ferlum sem eru í skoðun á Landspítala er prentun, pappírsnotkun og förgun pappírs. Notkun pappírs er eitt af mikilvægum umhverfismálum sem hægt er að hafa áhrif á með stefnumótun og verkferlum. Lágmarksnotkun pappírs getur haft bæði fjárhagslegan og umhverfislegan ávinning.
  Í þessari ritgerð verður fjallað um þróun vistvænnar umhverfisstefnu. Leitað er svara við spurningunni: Getur umhverfisstefna og fjárhagsleg hagræðing farið saman?
  Ég leitaði upplýsinga um stefnu Landspítala í umhverfismálum, sérstaklega varðandi upplýsingum um pappírsnotkun og prentun. Ég fjalla um hvort úthýsing á prentumhverfi geti borgað sig umhverfislega og fjárhagslega. Kostnaðartölur vegna pappírs og upplýsingar um magn voru fengnar fyrir síðastliðin 3 ár og gerður samanburður.
  Virk umhverfisstefna getur leitt til fjárhagslegrar hagræðingar. Með því að vekja starfsmenn til vitundar um notkun pappírs í starfi sínu má hagræða í rekstri og hlífa umhverfinu.
  Lykilorð: Vistvæn umhverfisstefna, hagræðing í rekstri, kostnaðargreining, minni pappírsnotkun, rusl.

Description: 
 • Description is in Icelandic Verkefnið er lokað
Accepted: 
 • May 31, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8840


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Microsoft Word - johanna_lokaritgerd 14.04.2011.pdf455.46 kBLockedPDF