is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8844

Titill: 
  • Gjörgæsluálit (GÁT) á Landspítala 2007 til 2010
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Gjörgæsluálit (GÁT) var tekið í notkun á Landspítala í febrúar 2007. Hlutverk GÁT-teymis er tvíþætt, annars vegar að vera ráðgefandi við mat og meðferð mikið veikra sjúklinga á legudeildum, hins vegar að styðja og fræða heilbrigðisstarfsfólk á legudeildum.
    Rannsókninni var beint að starfsemi GÁT-teymis frá innleiðingu þess í byrjun ársins 2007 til loka ársins 2010. Markmið rannsóknarinnar var fyrst og fremst að vera lýsandi um starfsemi GÁT-teymis. Vel upplýst heilbrigðisstarfsfólk er líklegra til að nýta sér teymið, því er mikilvægt að efla þekkingu og skilning á teyminu.
    Notuð var afturvirk lýsandi aðferðafræði og var gögnum safnað frá skráningareyðublaði GÁT-teymis.
    Þátttakendur voru allir sem fengið höfðu gjörgæsluálit á tímabilinu 1. febrúar
    2007 til 31. desember 2010.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að alls voru 466 GÁT útköll á rannsóknartímabilinu.
    Helstu ástæður útkalla tengdust öndun/öndunarvegi og áhyggjum starfsfólks á legudeild.
    Helstu meðferðir sem GÁT-teymið veitti voru tengdar öndun þ.e. súrefnismeðferð og aðstoð með ytri öndunarvél. Í kjölfar GÁT útkalls voru 23% sjúklinga fluttir á gjörgæsludeild,
    69% lágu áfam á legudeild en hluti sjúklinga (15%) fékk formlegt eftirlit frá gjörgæsludeild í kjölfar GÁT útkallsins.
    Með tilkomu GÁT-teymis á Landspítala hafa úrræði og aukið eftirlit með mikið veikum sjúklingum verið bætt til muna.
    Lykilorð: gjörgæsluálit (GÁT), hnignun sjúklinga, afdrif sjúklinga.
    Abstract
    A rapid response system was implemented at Landspítali – the National University Hospital of Iceland in February of 2007. The Rapid Response Team's (RRT) role is twofold.
    First, to advise on the evaluation and treatment of critically ill inpatients and, secondly, to provide support and instruction to inpatient ward staff.
    The present research focused on the RRT's activities from its inception in early 2007 until the end of 2010. As well-informed staff members are more likely to use the team's services
    the study's primary goal was to describe the RRT's role and operations.
    A retroactive descriptive methodology was employed and data gathered from the RRT's files. The subjects were all patients who received the RRT's services from February 1st 2007 to December 31st 2010.
    The RRT was dispatched 466 times within the study's time-frame. Most calls were due to respiratory insufficiency or the concern of inpatient ward staff. Mostly, the RRT provided
    respiratory treatments, i.e. oxygen or respirator treatment. Following a RRT call, 23% of patients were transferred to intensive care. While 69% of patients remained on inpatient
    wards, 15% of those patients were placed under observation from ICU staff following the RRT call.
    With the creation of the RRT the hospital's resources for caring for and observing critically ill patients have been greatly improved.
    Keywords: Rapid Response System (RRS), Rapid Response Team (RRT), Patient Deterioration,Intensive Care, Patient Safety

Samþykkt: 
  • 31.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8844


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helga og Sigríður_Lokaverkefni.pdf2.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna