is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8848

Titill: 
  • Silvía Nótt : hei, þú ógisslega töff - ég er að tala við þig!
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ég mun í þessari ritgerð skoða leik Ágústu Evu Erlendsdóttur með sjálfsmyndina Silvíu Nótt og þversögn leikarans sem felst í því að líkami leikarans er raunverulegur en hann er að leika ímyndaðan líkama sem hefur einnig holdlegan veruleika og að líkamar séu birtingarmyndir sjálfsins því sjálfið er óaðskiljanlegt líkamanum. Ég mun skoða hvernig líkamstjáning, gervi, útlit og hegðun þessa ímyndaða líkama eru tákn og myndlíkingar fyrir áhorfendur að túlka í þessum pólitíska póstmóderníska performans kallaðan: ,,Silvía Nótt“. Í þeim performans verður Ágústa Eva holdgerving og birtingarmynd viðhorfa og siðferðisgilda sem ríkjandi eru í samfélaginu og þannig gagnrýnir hún og afbyggir þessi brengluðu siðferðisgildi, svo sem neysluhyggju, útlitsdýrkun og eigingirni, innan frá. Ágústa Eva notar linsu myndavélarinnar til þess að deila á þessi viðhorf og miðlarnir: sjónvarp, fréttablöð og netið verða reikull rammi performansins. Áhorfendur leikrænna viðburða gera þöglan samning um að túlka þau tákn og upplýsingar sem þeim er veitt. Hver og einn áhorfandi hefur sinn einstaka væntingarsjónhring sem byggir á fyrri reynslu þeirra í lífi og leikhúsi. því verða túlkanirnar jafn mismunandi og þær eru margar. Gæti verið að ádeilan sem fólst í performansinum Silvíu Nótt hafi farið ofan garð og neðan vegna þess hver sviðsramminn hafi verið óhefðbundinn – og því hafi áhorfendur ekki upplifað kaþarsis og breyst til hins betra?

Samþykkt: 
  • 31.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8848


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf250.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna