is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8850

Titill: 
 • Konan í brúnni : Vigdís Finnbogadóttir og Leikfélag Reykjavíkur
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Staðreyndin er sú að rannsóknarvinnu á íslenskri leiklistarsögu er mjög ábótavant. Þrátt fyrir að töluvert að upplýsingum séu aðgengilegar, þá sérstaklega í gegnum einstaklinga
  sem tóku þátt í leikhússtarfi, er tíminn hreinlega að renna út. Má þess geta að nær engar úttektir né rannsóknir á leikhússtjórum stóru leikfélaganna tveggja, Þjóðleikhús og
  Leikfélag Reykjavíkur, hafa verið skrásettar.
  Þessi ritgerð er tilraun til að skoða leikhússtjórnarferil Vigdísar Finnbogadóttur þegar hún starfaði við Leikfélag Reykjavíkur á árunum 1972 til 1980, þá sérstaklega fram til ársins 1976 þegar Æskuvinir eftir Svövu Jakobsdóttur er frumsýnt.1 Einsskonar stefnuyfirlýsing nýráðins leikhússtjóra kom út í leikskrá Leikfélagsins, gefin út af tilefni frumsýningar Fótataks eftir Maríu Björk Árnadóttur þann 18. september 1972.2 Markmið ritgerðarinnar er að rýna í þessa stefnuyfirlýsingu og fylgja henni eftir í gegnum fyrstu fjögur ár Vigdísar í starfi. En þar með er sagan ekki öll þar sem framvindan á sér fylgifisk sem var hvergi opinberlega nefndur en varð skyndilega mjög áberandi með frumsýningu Saumastofunnar
  eftir Kjartan Ragnarsson 28. október 19753: Staða konunnar í íslenskum samtíma. Þrátt fyrir að hafa aldrei verið yfirlýst stefna Vigdísar á meðan störfum hennar stóð má finna mýmargar vísbendingar um að hún hafi markvisst staðið að því að bæta stöðu kvenna innan leikfélagsins. Og auðvitað var hún kona sjálf, í stjórnunarstöðu á tíma þar sem slíkt var allt annað en sjálfsagt, ber að veita því sérstaka athygli.
  Hugmyndin er að taka fyrir Saumastofuna eftir Kjartan Ragnarsson og Æskuvinir eftir Svövu Jakobsdóttur og sýna fram á hvernig þessar leiksýningar skapa sér vissa sérstöðu á þeim árum sem Vigdís vann sem leikhússtjóri. Bæði verkin snerta á mörgum áhersluatriðum sem Vigdís lagði upp með í byrjun ráðningatíma síns s.s. að styðja við íslenska leikritun, sem var ofarlega á stefnuskránni, en þau geta líka talist til verka sem fjalla á beinskeittan hátt um stöðu kvenna í íslensku samfélagi á þessum tíma.

Samþykkt: 
 • 31.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8850


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf210.94 kBLokaðurHeildartextiPDF