is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8851

Titill: 
 • „Svo framarlega sem það samræmist skólastefnunni“ : áherslur skólastjóra við mótun menningar sem styður við kennslufræðilega stefnumörkun
 • Titill er á ensku „As long as it adheres to school policy“
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni verkefnisins var að skoða áherslur skólastjóra við mótun menningar sem styður við kennslufræðilega stefnumörkun viðkomandi skóla. Það fól meðal annars í sér að greina þær leiðir og aðferðir sem skólastjórar styðjast við til að sameina starfsmenn um þau grundvallargildi sem eru mótandi í menningu skólanna. Rannsóknarspurningin sem lagt var upp með var eftirfarandi: Hverjar eru áherslur skólastjóra við mótun menningar sem styður við kennslufræðilega stefnumörkun skólans?
  Í verkefninu var valið að horfa á viðfangsefnið út frá sjónarhóli skólastjórans en höfundi er hugleikið hvernig skólastjóri veitir forystu til að styðja við skipulag og móta menningu sem fær kennara til að ganga í takt við kennslufræðilega stefnumörkun viðkomandi skóla.
  Gerð var eigindleg rannsókn en tekið var opið viðtal við skólastjóra í tveimur skólum. Til að öðlast betri skilning á viðfangsefninu var einnig tekið hópviðtal í hvorum skóla fyrir sig. Þátttakendur í hópviðtali voru þrír kennarar sem kenndu á mismunandi stigum eða deildum innan síns skóla. Tilgangur hópviðtalsins var fyrst og fremst að leita staðfestingar á orðum skólastjóranna samhliða sem sýn kennara á áherslur skólastjóranna var fönguð.
  Niðurstöður benda til að áherslur skólastjóra við mótun menningar sem styður við kennslufræðilega stefnumörkun felist að miklu leyti í að styðja við faglegt starf gegnum formlegar leiðir. Lagt er upp með að skapa kennslufræðilegri stefnumörkun umgjörð gegnum stjórnskipulag sem gefur kennurum tækifæri til að hafa áhrif á og styðja við stefnumörkun skólans. Í skólunum er því starfandi miðlægur kjarni sem ásamt skólastjóra eru lykilpersónur við það verkefni að leiða skólann áfram. Óformleg áhrif og mikilvægi þess að tala fyrir skólastefnunni skiptir einnig miklu máli þegar kemur að því að breiða út og festa viðeigandi menningu í sessi. Skólastjórar kjósa að leggja áherslu á liðsheildina og einingu innan hópsins ásamt jákvæðni og virðingu í samskiptum. Kennurum er leyft að axla ábyrgðina og þeim er treyst við daglega framkvæmd kennslunnar en kennarar þurfa ávallt að gæta að því að störf þeirra samræmist skólastefnunni.

 • Útdráttur er á ensku

  The objective of this research was to explore which factors are primarily emphasized by school principals in order to support a culture that strengthens pedagogical policy at a particular school. This included an analysis of the directions and approaches adopted by the principals to unite their staff around the core values which form the school‘s culture. The main research question was the following: What are the main factors emphasized by principals to form a culture that supports the pedagogical policy of the school?
  The research approaches the subject from the viewpoint of the principals as the researcher finds it of particular interest to understand how a principal provides leadership to support a structure and forms culture which motivates teachers to adhere to the pedagogical policy at a particular school.
  A qualitative research, including in-depth interviews with principals at two schools, was conducted. To obtain a better understanding of the subject, the research also deployed focus group interviews in each school. The focus group participants included three teachers who taught at varying levels or departments in their respective schools. The purpose of the focus group interviews was primarily to seek confirmation of the views presented by the principals while simultaneously exploring the attitudes of the teachers towards the emphasis laid down by the principal.
  The results indicate that the main factors emphasized by school principals in order to support a culture that strengthens pedagogical policy setting are focused towards supporting professionalism through formal structures. Pedagogical policy is supported through a solid framework within an organizational structure which provides teachers with an opportunity to influence and support the school‘s policy. A central zone operates at each school, which, along with the principal, plays a key role in leading the school forward. Informal influence and the importance of lobbying for the school‘s policy is also of importance with regards to implementing an appropriate culture. Principals choose to emphasize teamwork and unity within the group, along with positive attitudes and mutual respect. Teachers are enabled to take on responsibility in the day to day implementation of teaching, while always bearing in mind that their work has to adhere to the school‘s policy.

Samþykkt: 
 • 31.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8851


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
„Svo framarlega sem það samræmist skólastefnunni“.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna