is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8852

Titill: 
  • Völundarhús valdsins, stjórnarmyndanir, stjórnarslit og staða forseta Íslands í embættistíð Kristjáns Eldjárns, 1968-1980
Útgáfa: 
  • Desember 2005
Útdráttur: 
  • Efni bókarinnar er skipt í átta meginkafla. Í fyrsta kafla er manngerð Kristjáns Eldjárns og uppruna hans lýst og aðdragandanum að kjöri hans til forseta. Annar kafli fjallar um myndun fyrri ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar að loknum þingkosningum í júní 1971 en aðdragandinn að myndun þeirrar ríkisstjórnar tók 29 daga. Í þriðji kafla er fjallað um hið sögulega þingrof 9. maí 1974, þegar þingið var sent heim. Fjórði kafli er um aðdragandann að myndun ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar að loknum þingkosningum 30. júní 1974. Aðdragandinn að myndun þeirrar ríkisstjórnar stóð yfir í 57 daga og var lokahnykkurinn að mestu undir verkstjórn Ólafs. Í fimmta kafla er rakin myndun síðari ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar að loknum þingkosningum 25. júní 1978 sem var mynduð þegar liðnir voru 66 dagar frá lausn ríkisstjórnar Geirs. Síðari ríkisstjórn Ólafs sprakk í september ári síðar. Strax í kjölfarið var mynduð minnihlutastjórn Benedikts Gröndals sem fjallað er um í sjötta kafla bókarinnar. Efni sjöunda kafla er stjórnarkreppan um og yfir áramótin 1979 til 1980. Í áttunda kafla bókarinnar er rakin myndun ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen í ársbyrjun 1980 en aðdragandinn að myndun þeirrar stjórnar var jafn langur og aðdragandinn að myndun síðari ríkisstjórnar Ólafs. Í lokakafla er forsetatíð Kristjáns vegin og metin.

Birtist í: 
  • Stjórnmál og stjórnsýsla, 1 (1) 2005
ISSN: 
  • 16706803
Athugasemdir: 
  • Bókardómur
Samþykkt: 
  • 31.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8852


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
c.2005.1.1.7.pdf26.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna