en English is Íslenska

Article University of Iceland > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8853

Title: 
 • All the President´s Men: 30th Anniversary Edition
Published: 
 • December 2005
Abstract: 
 • is

  Þann sautjánda júní árið 1972 voru fimm jakkafataklæddir menn handteknir við innbrot í höfuðstöðvar Demókrataflokksins í Watergate byggingunni í Washington borg. Þeir höfðu meðferðis mikið magn hundrað dollara seðla og hlerunartæki sem þeir hugðust koma þar fyrir. Þetta var upphafið að Watergate málinu. Í minnisbókum sem fundust á innbrotsþjófunum fannst á tveimur stöðum nafn Howards Hunt sem hafði unnið fyrir Hvíta húsið. Eftir að hafa komist á snoður um tengsl milli innbrotsþjófanna og Hvíta hússins eyddu fjölmiðlamenn næstu misserum í að upplýsa um hver fyrirskipaði hvað í Watergate málinu, hver vissi hvað og hvenær. Fremstir í flokki fjölmiðlamanna fóru Bob Woodward og Carl Bernstein, blaðamenn á Washington Post sem flettu ofan af mörgum einstaklingum og athöfnum sem tengdust Watergate. Snemma árs 1974 skrifuðu þeir bókina All the president´s men en þrjátíu ára afmælisútgáfa hennar kom út árið 2004. Þrátt fyrir að All the president´s men sé ekki beinlínis bók um stjórnmálafræði þá tengist efni hennar fræðunum óneintanlega. Þetta er ekki skáldsaga heldur frásögn blaðamannanna tveggja af Watergate málinu eins og þeir upplifðu það.
  Þarna er sagt frá samskiptum þeirra við heimildarmenn, ritstjóra, þá sem skrifað var um og því hvernig mikilvægustu uppljóstranir þeirra urðu til, fréttunum sem þeir skrifuðu og viðbrögðum við þeim. Þar er einnig sagt frá mestu mistökum þeirra í málinu, mistökum sem hefðu getað kostað þá vinnuna, eyðilagt trúverðugleika blaðsins sem þeir störfuðu fyrir og jafnvel kostað þá dóm. Tengingarnar sem bókin hefur við fræðin eru margs konar og lærdómur hennar mikill enn þann dag í dag, þrjátíu árum eftir að hún var skrifuð. All the president´s men er bók sem á fullt erindi við áhugamenn um stjórnmál enn þann dag í dag.

Citation: 
 • Stjórnmál og stjórnsýsla, 1 (1) 2005
ISSN: 
 • 16706803
Description: 
 • is Bókardómur
Accepted: 
 • May 31, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8853


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
c.2005.1.1.8.pdf28.25 kBOpenHeildartextiPDFView/Open