en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8854

Title: 
  • Title is in Icelandic „Pabbi, viltu þegja!“ Foreldrar og fótbolti
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð er fjallað um afstöðu foreldra til knattspyrnu barna og um hegðun foreldra á fótboltaleikjum. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á hvað foreldrum og þjálfurum finnst um fótboltastarf í dag, hvernig starfi foreldra utan vallar er háttað, hversu mikið af frítíma foreldra fer í slíka starfsemi og hvernig foreldrar haga sér á fótboltaleikjum. Leitað er svara við rannsóknarspurningum ritgerðarinnar með viðtalsrannsóknum höfundar sem byggir á viðtölum við fimm foreldra og þrjá þjálfara, búsetta á höfuðborgarsvæðinu og Snæfellsnesi. Til hliðsjónar voru aðrar rannsóknir og umfjallanir um sama efni hafðar.
    Í fyrstu er fjallað um þátttöku foreldra í fótboltastarfi barna með það að leiðarljósi að grafast fyrir um hversu stórt hlutverk foreldrar spila í slíku starfi og hvort þátttaka hafi aukist á undanförnum árum. Rætt er um þátttöku foreldra í foreldrafélögum, ferðalögum og fleiru. Að lokum er fjallað um hegðun foreldra á hliðarlínunni og rætt er um hvort rétt sé að hún hafi farið batnandi. Einnig eru því gerð ítarleg skil hvað sé álitin vera æskileg og óæskileg hegðun foreldra á vellinum.
    Helstu niðurstöður eru að þátttaka foreldra hefur aukist gífurlega á undanförnum árum frá því sem áður var. Hvað hegðun foreldra á hliðarlínunni varðar virðist sem hún hafi ekki endilega farið batnandi, heldur talar fólk bæði fyrr og nú um að hún hafi verið verri áður fyrr og setur þannig fram jákvæða hvatningu í sínum hóp en á kostnað fyrri kynslóða.

Accepted: 
  • May 31, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8854


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Pabbi, viltu þegja!.pdf846.26 kBOpenHeildartextiPDFView/Open