is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8855

Titill: 
 • Landsvirkjun : orkufyrirtæki á tímamótum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
 • Markmið þessa verkefnis er að varpa ljósi á ferli innleiðingar á breytingum hjá Landsvirkjun. Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu Íslensku þjóðarinnar og er fyrirtækið ábyrgt fyrir rekstri aflstöðva og nýtingu helstu virkjunarkosta á Íslandi. Stjórnendur Landsvirkjunar hafa skilgreint hlutverk fyrirtækisins upp á nýtt. Tíminn frá stofnun Landsvirkjunar árið 1965 til ársins 2010 hefur verið skilgreindur sem tími framkvæmda en ný skilgreining fyrirtækisins leggur áherslu á markaðsstarf og rekstur.
  Rannsakandi beitti eigindlegri tilviksrannsókn og voru tekin viðtöl við tíu starfsmenn og stjórnendur hjá Landsvirkjun og einnig framkvæmdastjóra mannauðssviðs hjá N1. Miðað var við að fá fram sýn og viðhorf starfsmanna til breytinganna og framtíðar Landsvirkjunar. Einnig að greina hvaða hvatar og kraftar hafi áhrif á innleiðingu og með hvaða hætti þeir birtast.
  Niðurstöður sýna að innleiðing breytinga er skammt á veg komin en viðhorf starfsmanna er mjög jákvætt og áberandi er hve mikil bjartsýni ríkir meðal þeirra. Sterkir hvatar í ytra umhverfi Landsvirkjunar hafa mikil áhrif á framtíð fyrirtækisins og mikilvægt að fyrirtækið aðlagist til að vera vel í stakk búið til að starfa á samkeppnismarkaði þar sem arðsemi er höfð að leiðarljósi.
  Lykilhugtök:
  Breytingastjórnun
  Skipulagsheild
  Endurskipulagning
  Innleiðing
  Leiðtoginn

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of the project is to shed light on the process of implementation of changes at Landsvirkjun. Landsvirkjun is an Icelandic publicly owned power company and is responsible for operating power generators as well as harnessing potential energy sources in Iceland. The management of Landsvirkjun has recently redefined the company’s role. The period from Landsvirkjun’s establishment, the years from 1965 to 2010 has been defined as the period of construction, while the new and current definition places emphasis on marketing and operation.
  The researcher used a qualitative research approach supported with ten interviews with employees and members of the management at Landsvirkjun as well as the managing director of human resources of N1. The aim was to gather the views and opinions to changes and future of Landsvirkjun. The objective was also to analyze what catalysts and incentives influence the implementation of changes and how they appear.
  The results show that the implementation of changes is in its early stages but the attitudes of employees are positive and highly optimistic. Strong catalysts in Landsvirkjun’s competitive environment are highly influential on the company’s future and important that the company shows adaptability in order to be well positioned to operate in an open market where profitability is the primary target.
  Keywords:
  Change management
  Organizational structure
  Reorganization
  Implementation
  Leadership

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 31.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8855


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð HA - LB 2011.pdf857.33 kBLokaðurPDF