is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8860

Titill: 
 • Erlend starfsemi íslenskra banka
 • Titill er á ensku Cross-border operations of Icelandic banks
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Er einkavæðing íslensku bankanna hófst árið 2000 urðu miklar breytingar á starfsemi þeirra. Árið 2007 voru þrír stærstu bankar landsins orðnir alþjóðleg fjármálafyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi sem fengu 58% af tekjum sínum erlendis frá og 55% af útlánum þeirra voru til erlendra aðila. Er bankarnir voru teknir yfir af Fjármálaeftirlitinu (FME) haustið 2008 varð mörgum ljóst hversu alþjóðlegt bankakerfið var orðið og í framhaldinu vöknuðu spurningar um heimildir bankanna til að starfa erlendis.
  Í þessari ritgerð er rannsakað og leitast við að skýra hverjar séu heimildir íslenskra banka til að starfa erlendis og hvaða heimildir eftirlitsaðilar geti stuðst við til að hafa eftirlit með þessari starfsemi.
  Til að varpa ljósi á rannsóknarspurninguna verður fyrst skýrt hvernig íslenskar lagareglur tengjast grunnreglum Evrópusambandsins í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Skoðað verður gaumgæfilega hvaða þróun hefur átt sér stað í evrópsku regluverki varðandi fjármálafyrirtæki og hvernig það hefur áhrif á þá lagasetningu sem hér er til staðar. Því næst verður rannsakað hvað felist í heimildum laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og hvaða starfsemi bankar geti stundað erlendis á grundvelli þeirra. Jafnframt verður litið til viðeigandi ákvæða bankatilskipunar Evrópusambandsins. Einnig verður farið yfir heimildir eftirlitsaðila til að fylgjast með slíkri starfsemi og hvernig þær eru samofnar Evrópulöggjöfinni.
  Lagareglur hér á landi er varða starfsemi banka byggja að mestu leyti á löggjöf Evrópusambandsins en engu að síður verður í þessari ritgerð bent á atriði í íslenskum lögum sem betur mega fara. Ljóst er að erlend starfsemi íslenskra banka varð fyrir miklu áfalli haustið 2008 og er nú um stundir afar takmörkuð í “gömlu bönkunum”. Hins vegar má ætla að sú starfsemi aukist á ný með batnandi efnahagslífi. Áður en slíkt gerist væri rétt að styrkja grunninn með skýrum og aðgengilegum verklags- og lagareglum sem ætti að gera bæði bönkum og eftirlitsstofnunum auðveldara fyrir.

 • Útdráttur er á ensku

  After the privatization of the Icelandic banks started in the year 2000 their operations changed significantly. In 2007 they had become international credit institutions with headquarters in Iceland and received 58% of their income from operations abroad and 55% of their loans were to foreign entities. When the banks where taken over, the fall 2008 by Fjármálaeftirlitið (FME), many realized how international the banking system had become and questions were raised on what rules authorised international activities.
  This thesis aims to research and answer the question on what rules authorise banks to have operations in other countries and what rules supervise such operations. To bring forth the answer the connection between Icelandic law and the Community law of the European Union will be examined and how they are connected through the contract concerning the European Economic Area. The development of Community law concerning credit institutions will be studied and how it affects Icelandic laws. The articles concerning international activities in Act No. 161/2002 on Financial Undertakings will be analyzed and how banks rely on them to operate abroad. Also this thesis will research what laws are in place for supervisory authorities to supervise such operations.
  Icelandic rules concerning operations of banks are for the most part based on the legislation of the EU. This thesis will however point out that there are some differences between them. It is clear that a major breakdown occurred in 2008 and operations abroad are still very limited in “the old banks”. But it is well to be expected that such operations will start again when the economy will recover. Before such operations can start again it is necessary to consider the fundamentals in law and rules governing such operations so that both banks and supervisory authority can successfully operate again.

Samþykkt: 
 • 31.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8860


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Linda-Kolbrun-Bjorgvinsdottir_ML-ritgerd-11-mai-2009.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna