Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8872
Mikið hefur verið fjallað um útrás íslenskra hönnuða síðastliðin ár og má rekja það til góðs árangurs nokkurra áberandi fyrirtækja í greininni. Mikilvægt er að ungir hönnuðir sem eru að koma sér á framfæri læri af reynslu þessara fyrirtækja og kynni sér helstu kenningar um útrás smárra og meðalstórra fyrirtækja. Í þessari ritgerð er gerð grein fyrir rannsókn á þremur íslenskum fyrirtækjum sem hafa náð að hasla sér völl á alþjóðlegum markaði. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvaða leið fyrirtækin hafa nýtt sér í útrásinni og bera saman við helstu kenningar í alþjóðaviðskiptafræðum, Uppsalakenningunni, Born Global og Tengslanetakenningunni. Niðurstaðan sýnir að fyrirtæki fylgja þessum kenningum að fullu eða nokkru leiti. Það er því mikilvægt að smá og meðalstór fyrirtæki kynni sér þær aðferðir sem notaðar eru í alþjóðavæðingu samanborið við fyrrgreindar kenningar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerd.pdf | 191.18 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |