is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8882

Titill: 
  • Verkföll og verkfallstíðni á íslenskum vinnumarkaði 1976-2004
Útgáfa: 
  • Desember 2006
Útdráttur: 
  • Einn helgasti réttur launþega er verkfallsrétturinn. Í 14. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeildur, nr. 80/1938, er launþegum veitt heimild fyrir verkfallsrétti og atvinnurekendum fyrir verkbönnum í þeim tilgangi að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum og til varnar rétti sínum.
    Verkföll eru eitt helsta tæki launþega til að ná fram kröfum sínum gagnvart viðsemjendum sínum. Hér á landi var þessi réttur launþega á almennum vinnumarkaði lögfestur með lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, vinnulöggjöfinni, árið 1938. Opinberir starfsmenn öðluðust hins vegar ekki verkfallsrétt með lögum fyrr en 1976. Eitt meginmarkmið vinnulöggjafarinnar er að tryggja að sem minnst tjón hljótist af vinnudeilum fyrir atvinnulíf og þjóðarbú. Þrátt fyrir göfugt markmið hafa verkföll á Íslandi verið tíð síðustu áratugi og því hefur stundum verið haldið fram að Íslendingar eigi heimsmet í verkföllum. Í greininni er gerð grein fyrir verkföllum á íslenskum vinnumarkaði á árunum 1976-2004. Reynt er að varpa ljósi á þætti sem skýrt geta háa verkfallstíðni hér á landi með því að skoða hvernig verkfallskenningar sem settar hafa verið fram af vinnumarkaðsfræðingum eiga við íslenskan vinnumarkað. Sérstaklega verður gaumur gefinn að verkföllum á opinberum vinnumarkaði og reynt að varpa ljósi á hvers vegna verkföll opinberra starfsmanna eru svo tíð sem raun ber vitni. Þá verður leitað skýringa á því hvers vegna verkföllum á almennum vinnumarkaði hefur fækkað stórlega síðustu 15 ár en verkföll meðal opinberra starfsmanna orðið mun tíðari.

Birtist í: 
  • Stjórnmál og stjórnsýsla, 2 (2) 2006, 175-196
ISSN: 
  • 16706803
Athugasemdir: 
  • Fræðigrein
Samþykkt: 
  • 31.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8882


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2006.2.2.3.pdf426.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna