en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8885

Title: 
 • is Hvernig eru íslensk fyrirtæki að framkvæma og nota markaðsáætlanir og er munur á framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum hvað það varðar?
Submitted: 
 • May 2011
Abstract: 
 • is

  Viðfangsefni ritgerðarinnar er gerð markaðsáætlana og notkun þeirra. Með ritgerðinni er ætlunin að stuðla að auknum skilningi og þekkingu á mikilvægi markaðsáætlana hjá fyrirtækjum.
  Ritgerðinni er skipt í tvo hluta, sá fyrri er fræðilegur þar sem farið er yfir tilgang, innihald, uppbyggingu og framkvæmd markaðsáætlana. Í síðari hlutanum er farið yfir niðurstöður rannsóknar sem gerð var þar sem rannsökuð voru 150 stærstu þjónustu- og framleiðslu fyrirtæki á Íslandi. Rannsóknin byggir á megindlegri rannsóknaraðferð og voru spurningalistar sendir á netföng til markaðsstjóra/fulltrúa eða stjórnenda 75 stærstu framleiðslu- og 75 stærstu þjónustufyrirtækja á Íslandi á árinu 2009 samkvæmt tímaritinu Frjáls verslun. Alls svöruðu 71 fyrirtæki spurningarlistanum og var svarhlutfallið 49,3%.
  Markmið rannsóknarinnar var að fá eins skýra mynd og hægt var af því hvernig íslensk fyrirtæki útbúi og styðjist við markaðsáætlanir. Kannað var hvert viðhorf svarenda var til markaðsáætlana, hvort þátttakendur teldu nauðsynlegt að útbúa markaðsáætlanir og hvort þeim væri fylgt eftir.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að stór hluti íslenskra fyrirtækja er að útbúa markaðsáætlun, marktækur munur er á milli framleiðslu- og þjónustufyrirtækja hvað það varðar. Rannsóknin sýndi að stærsti hluti fyrirtækjanna er að nota markaðsáætlunina til að setja sér skýr markmið og greina núverandi markaðsstöðu.
  Það kom einnig í ljós að jákvæð tengsl eru á milli þess hvort það sé starfandi markaðsstjóri hjá fyrirtækjunum eftir því hvort um er að ræða framleiðslu- eða þjónustufyrirtæki og þess hvort að markaðsstjórinn væri menntaður sem slíkur. Má því draga þá ályktun að ef fyrirtækin eru með starfandi markaðsstjóra eru þau líklegri til að útbúa markaðsáætlun og einnig að menntun markaðsstjóra er mikilvæg viðbótarþekking fyrir fyrirtækin.
  Lykilorð: Markaðsáætlun, markaðsgreining, viðskiptafræði, fyrirtæki, Ísland.

Accepted: 
 • May 31, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8885


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaverkefni Heiða B. Sigurðardóttir 12.5.2011.pdf1.66 MBOpenHeildartextiPDFView/Open