is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8887

Titill: 
  • Danny Elfman : - Tónlist og tónmál -
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Danny Elfman er án nokkurs vafa eitt eftirsóttasta og vinsælasta kvikmyndatónskáld Hollywood í dag en leið hans inn í kvikmyndabransann verður að teljast nokkuð óhefðbundin. Árið 1985, þegar Danny var söngvari og forsprakki rokkhljómsveitarinnar Oingo Boingo, hafði leikstjórinn Tim Burton samband við hann. Tim var mikill aðdáandi hljómsveitarinnar og hafði trú á því að Danny væri rétti maðurinn til að semja tónlist fyrir fyrstu kvikmynd Tims Burton, Pee-wee’s Big Adventure. Danny var hikandi í fyrstu en sló svo til með góðum árangri. Tónlist Dannys var skemmtilega fersk og frábrugðin samtímakvikmyndatónlist og vakti strax mikla hrifningu innan kvikmyndabransans í Hollywood. Nokkrum árum seinna, árið 1988, hafði Tim Burton aftur samband við Danny fyrir myndina Beetle Juice. Aftur vakti tónlistin mikla hrifningu og var greinilegt að Danny Elfman bjó yfir afar einstökum og skemmtilegum stíl, sem einkenndist mjög gjarnan af áhugaverðri hljóðfæraskipan og þéttriðnum og skrautlegum útsetningum. Síðan þá hefur Danny Elfman samið tónlist við 13 af 15 kvikmyndum Tims Burton, sem og hátt í 50 aðrar kvikmyndir. Danny er enn iðinn við kolann og er nú eitt eftirsóttasta tónskáld Hollywood og er það án nokkurs vafa að stóru leyti hinum einstaka stíl sem hann býr yfir að þakka.

Samþykkt: 
  • 31.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8887


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf102.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna