is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8889

Titill: 
  • Farsælt fjölmenningarlegt skólastarf : hvað má af því læra?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um farsælt fjölmenningarlegt skólastarf. Gerð var eigindleg rannsókn í þremur skólum, tveimur í Reykjavík og einum í London. Tekið var viðtal við þrettán kennara og þrjá skólastjórnendur. Lögð var áhersla á að draga fram það sem best hefur reynst í starfi skólanna og skólafólkið vill þróa áfram þannig að reynsla þeirra og þekking geti nýst öðrum. Helstu niðurstöður eru að skólarnir hafa skýra framtíðarsýn og stefnu. Skólastjórnendur leiða starfið og hafa áhuga á fjölmenningarlegu skólstarfi. Öflug endurmenntun og þróunarverkefni eru í skólunum. Gildin sem unnið er eftir snúast um virðingu, jöfnuð og lýðræði. Einn eða fleiri aðilar innan skólans hafa umsjón með málefnum nemenda af erlendum uppruna og geta nemendur leitað til þeirra með mál er varða skólagönguna. Kennsluhættir byggja á samvinnu og samræðum, vel er fylgst með námi nemenda og gerðar eru til þeirra kröfur. Áhersla er lögð á vellíðan og virkni allra í náminu. Litið er á nýja málið sem forsendu fyrir velgengni og því er mikil kennsla í því í öllum skólunum. Nemendur fá aðstoð við heimanám. Viðmælendur taka allir einarða afstöðu gegn fordómum og einelti og unnið er eftir ákveðnu verklagi gegn því í skólunum. Skólarnir hafa frumkvæði að samskiptum við foreldra og foreldrafélögin eru virk. Íslensku skólarnir standa fyrir fræðslunámskeiðum fyrir foreldra á nokkrum tungumálum. Þeir kynna fyrir nemendum og foreldrum tómstundatilboð og íþróttafélögin koma með kynningar í skólana. Enginn skólanna býður upp á kennslu í móðurmáli nemenda en nemendur og foreldrar eru hvattir til að viðhalda móðurmálinu og fara skólarnir ýmsar leiðir í að styðja nemendur þar. Niðurstöður rannsóknarinnar voru nýttar til að móta tillögur að skipulagi fjölmenningarlegs skólastarfs

Samþykkt: 
  • 31.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8889


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Farsælt fjölmenningarlegt skólastarf.pdf888.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna